Tvær þjóðir í einu landi Árni Páll Árnason skrifar 15. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar