Hlutabréf í Renault féllu um 20% vegna gruns um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 14:44 Renault í slæmum málum. Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent
Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent