Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2016 13:44 Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Vísir Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína við kvikmyndina Sicario. Jóhann mun þannig keppa um verðlaunin við tvær goðsagnir á sviði kvikmyndatónlistar, þá John Williams, fyrir Star Wars: The Force Awakens, og Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight.Sjá einnig: Jóhann átti alls ekki von á tilnefningu Þau kvikmyndatónskáld sem hlutu tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár eru: Jóhann Jóhannsson fyrir SicarioThomas Newman fyrir Bridge of SpiesCarter Burwell fyrir CarolJohn Williams fyrir Star Wars: The Force AwakensEnnio Morricone fyrir The Hateful Eight Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann fór þó tómhentur heim af síðustu hátíð en hlaut Golden Globe-verðlaunin í fyrra. Morricone hlaut nýverið Golden Globe-verðlaun í þessum flokki fyrir tónlistina við The Hateful Eight. Þetta er í sjötta sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur aldrei unnið. Hann hlaut hins vegar sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2007. Morricone er þekktur fyrir tónlistina í myndum eins og spagettí-vestrunum með Clint Eastwood í aðalhlutverki, The Mission, Cinema Paradiso og The Untouchables. John Williams hefur fimm sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Hann hefur meðal annars samið tónlistina fyrir stórmyndir á borð við Jaws, Star Wars-myndirnar, Indiana Jones-myndirnar, E.T. the Extra-Terrestrial, Jurassic Park og fyrstu þrjár myndirnar um Harry Potter. Thomas Newman hefur 11 sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en aldrei unnið. Hann á að baki tónlist við myndir á borð við The Shawshank Redemption, American Beauty, WALL-E, Skyfall og Finding Nemo svo dæmi séu tekin. Þetta er fyrsta tilnefning Carter Burwell sem hefur unnið mikið fyrir þá Coen-bræðurna Joel og Ethan. Á hann að baki tónlist við myndirnar Fargo, The Big Lebowski, Adaption, No Country for Old Men, In Bruges, Twilight, The Blind Side og True Grit svo dæmi séu tekin.Sicario eftir Jóhann Jóhannsson The Hateful Eight eftir Ennio Morricone Carol eftir Carter Burwell Star Wars: The Force Awakens Bridge of Spies eftir Thomas Newman Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 Óskarinn 2015: Jóhann Jóhannsson fékk ekki Óskarinn Það var Alexandre Desplat sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Grand Budapest Hotel. 23. febrúar 2015 01:03 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Bafta-verðlaunanna í annað sinn Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlaunanna fyrir tónlist sína við mynd Denis Villeneuve, Sicario, en tilnefningarnar voru kynntar í morgun. 8. janúar 2016 08:46 Björk, Jóhann og OMAM tilnefnd til Grammy-verðlauna Björk Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson og Of Monsters and Men eru öll tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna. 7. desember 2015 15:07 Jóhann Jóhannsson vinnur aftur með leikstjóra The Theory of Everything Tónlistarmaðurinn hefur verið ráðinn til að semja tónlist fyrir mynd með þeim Colin Firth og Rachel Weisz í aðalhlutverkum. 24. nóvember 2015 23:27 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína við kvikmyndina Sicario. Jóhann mun þannig keppa um verðlaunin við tvær goðsagnir á sviði kvikmyndatónlistar, þá John Williams, fyrir Star Wars: The Force Awakens, og Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight.Sjá einnig: Jóhann átti alls ekki von á tilnefningu Þau kvikmyndatónskáld sem hlutu tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár eru: Jóhann Jóhannsson fyrir SicarioThomas Newman fyrir Bridge of SpiesCarter Burwell fyrir CarolJohn Williams fyrir Star Wars: The Force AwakensEnnio Morricone fyrir The Hateful Eight Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann fór þó tómhentur heim af síðustu hátíð en hlaut Golden Globe-verðlaunin í fyrra. Morricone hlaut nýverið Golden Globe-verðlaun í þessum flokki fyrir tónlistina við The Hateful Eight. Þetta er í sjötta sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur aldrei unnið. Hann hlaut hins vegar sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2007. Morricone er þekktur fyrir tónlistina í myndum eins og spagettí-vestrunum með Clint Eastwood í aðalhlutverki, The Mission, Cinema Paradiso og The Untouchables. John Williams hefur fimm sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Hann hefur meðal annars samið tónlistina fyrir stórmyndir á borð við Jaws, Star Wars-myndirnar, Indiana Jones-myndirnar, E.T. the Extra-Terrestrial, Jurassic Park og fyrstu þrjár myndirnar um Harry Potter. Thomas Newman hefur 11 sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en aldrei unnið. Hann á að baki tónlist við myndir á borð við The Shawshank Redemption, American Beauty, WALL-E, Skyfall og Finding Nemo svo dæmi séu tekin. Þetta er fyrsta tilnefning Carter Burwell sem hefur unnið mikið fyrir þá Coen-bræðurna Joel og Ethan. Á hann að baki tónlist við myndirnar Fargo, The Big Lebowski, Adaption, No Country for Old Men, In Bruges, Twilight, The Blind Side og True Grit svo dæmi séu tekin.Sicario eftir Jóhann Jóhannsson The Hateful Eight eftir Ennio Morricone Carol eftir Carter Burwell Star Wars: The Force Awakens Bridge of Spies eftir Thomas Newman
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 Óskarinn 2015: Jóhann Jóhannsson fékk ekki Óskarinn Það var Alexandre Desplat sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Grand Budapest Hotel. 23. febrúar 2015 01:03 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Bafta-verðlaunanna í annað sinn Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlaunanna fyrir tónlist sína við mynd Denis Villeneuve, Sicario, en tilnefningarnar voru kynntar í morgun. 8. janúar 2016 08:46 Björk, Jóhann og OMAM tilnefnd til Grammy-verðlauna Björk Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson og Of Monsters and Men eru öll tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna. 7. desember 2015 15:07 Jóhann Jóhannsson vinnur aftur með leikstjóra The Theory of Everything Tónlistarmaðurinn hefur verið ráðinn til að semja tónlist fyrir mynd með þeim Colin Firth og Rachel Weisz í aðalhlutverkum. 24. nóvember 2015 23:27 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00
Óskarinn 2015: Jóhann Jóhannsson fékk ekki Óskarinn Það var Alexandre Desplat sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Grand Budapest Hotel. 23. febrúar 2015 01:03
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Bafta-verðlaunanna í annað sinn Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlaunanna fyrir tónlist sína við mynd Denis Villeneuve, Sicario, en tilnefningarnar voru kynntar í morgun. 8. janúar 2016 08:46
Björk, Jóhann og OMAM tilnefnd til Grammy-verðlauna Björk Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson og Of Monsters and Men eru öll tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna. 7. desember 2015 15:07
Jóhann Jóhannsson vinnur aftur með leikstjóra The Theory of Everything Tónlistarmaðurinn hefur verið ráðinn til að semja tónlist fyrir mynd með þeim Colin Firth og Rachel Weisz í aðalhlutverkum. 24. nóvember 2015 23:27