Bíó og sjónvarp

Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario.
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Vísir
Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína við kvikmyndina Sicario. Jóhann mun þannig keppa um verðlaunin við tvær goðsagnir á sviði kvikmyndatónlistar, þá John Williams, fyrir Star Wars: The Force Awakens, og Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight.

Sjá einnig: Jóhann átti alls ekki von á tilnefningu

Þau kvikmyndatónskáld sem hlutu tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár eru: 

Jóhann Jóhannsson fyrir Sicario

Thomas Newman fyrir Bridge of Spies

Carter Burwell fyrir Carol

John Williams fyrir Star Wars: The Force Awakens

Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight

Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í fyrra fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann fór þó tómhentur heim af síðustu hátíð en hlaut Golden Globe-verðlaunin í fyrra.

Morricone hlaut nýverið Golden Globe-verðlaun í þessum flokki fyrir tónlistina við The Hateful Eight. Þetta er í sjötta sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur aldrei unnið. Hann hlaut hins vegar sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2007. Morricone er þekktur fyrir tónlistina í myndum eins og spagettí-vestrunum með Clint Eastwood í aðalhlutverki, The Mission, Cinema Paradiso og The Untouchables.

John Williams hefur fimm sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Hann hefur meðal annars samið tónlistina fyrir stórmyndir á borð við Jaws, Star Wars-myndirnar, Indiana Jones-myndirnar, E.T. the Extra-Terrestrial, Jurassic Park og fyrstu þrjár myndirnar um Harry Potter.

Thomas Newman hefur 11 sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en aldrei unnið. Hann á að baki tónlist við myndir á borð við The Shawshank Redemption, American Beauty, WALL-E, Skyfall og Finding Nemo svo dæmi séu tekin.

Þetta er fyrsta tilnefning Carter Burwell sem hefur unnið mikið fyrir þá Coen-bræðurna Joel og Ethan. Á hann að baki tónlist við myndirnar Fargo, The Big Lebowski, Adaption, No Country for Old Men, In Bruges, Twilight, The Blind Side og True Grit svo dæmi séu tekin.

Sicario eftir Jóhann Jóhannsson The Hateful Eight eftir Ennio Morricone Carol eftir Carter Burwell Star Wars: The Force Awakens Bridge of Spies eftir Thomas Newman

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.