Handbolti

Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Er Aron Pálmarsson nú þegar orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson?“

Þetta er yfirskrift myndbands um Aron Pálmarsson, stórskyttu íslenska landsliðsins í handbolta, sem evrópska handboltasambandið birtir á Youtube-síðu sinni.

Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016

EHF fór fyrir mótið yfir lykilmenn allra liðanna og kom ekki á óvart að Aron Pálmarsson er sagður lykilmaður íslenska liðsins.

„Aron Pálmarsson er leikmaðurinn sem Íslendingar binda allar sínar vonir við. Sumir vilja meina að hann sé nú þegar orðinn jafn góður og bestu handboltamenn Íslands fyrr og síðar,“ er sagt um Aron.

Aron var í miklum ham í síðustu vináttuleikjum strákanna okkar á móti Þýskalandi um síðustu helgi, en hann skoraði 15 mörk í tveimur leikjum, öll úr langskotum.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá helstu tilþrif Arons frá síðustu Evrópumótum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).






Tengdar fréttir

Strákarnir æfa í geimskipinu

Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×