Uppnám vegna matarleysis um helgar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Jón Gunnar segir hádegismatinn vera mikilvægan þátt í rútínu íbúanna og rjúfa félagslega einangrun. Fréttablaðið/Stefán Borgin rekur mötuneyti í Eirborgum þar sem öryggisíbúðir eru fyrir aldraða. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Jón Gunnar Ásgeirsson, sem býr í Eirborgum, segir hádegismatinn mikilvægan þátt í rútínu fólks. Hann segir íbúana æfa vegna breytinganna. „Við fáum engan mat 110 daga á ári. Það eru margir sem geta ekki eldað sér mat eða farið í búð, hvað þá í þessu færi. Dóttir mín hefur stundum komið og eldað fyrir mig en það eru ekki allir svo heppnir að eiga góða að. Félagslegi þátturinn er þó mikilvægastur.“ Jón bendir á að heldur ætti að hækka verðið á máltíðinni sem er nú 660 krónur. „Ég held að flestir væru tilbúnir að borga hundrað krónum meira og halda þjónustunni um helgar inni. Við reyndum að segja stjórnendum það en það er enginn vilji til að hlusta. Þetta er bara stjórnunarofbeldi.“ Ragnheiður Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í Eirborgum, segir íbúa geta fengið matarbakka senda til sín um helgar og því muni enginn svelta. „En félagsleg einangrun aldraðra er stórt vandamál og fólki líður vel í notalegum matsalnum með framúrskarandi starfsfólki. Borgin telur sig þurfa að spara en gerir sér kannski ekki grein fyrir hversu dýrmæt þessi þjónusta er.“ Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir kostnað við helgarþjónustu í Eirborgum vera sex milljónir króna á ári. Eirborgir ásamt einni annarri félagsmiðstöð voru með mat um helgar á síðasta ári en nú er aðeins opið á Vitatorgi um helgar, þar sem matarbakkar eru útbúnir. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, segir erfitt að svara spurningunni um hvort helgarmáltíðir á félagsmiðstöðvum borgarinnar verði endurskoðaðar í ljósi uppnáms íbúanna. „Við höfum ekki fengið útreiknaðan kostnað við það og eins og flestir vita eru fjármunir af skornum skammti,“ segir hún. Ráðið hefur þó ekki lokað málinu, skoðaður verður möguleikinn á sjálfboðaliðum í matarþjónustunni og eftir söfnun gagna um félagsstarf og matarþjónustu verður málið tekið upp að nýju. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Borgin rekur mötuneyti í Eirborgum þar sem öryggisíbúðir eru fyrir aldraða. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Jón Gunnar Ásgeirsson, sem býr í Eirborgum, segir hádegismatinn mikilvægan þátt í rútínu fólks. Hann segir íbúana æfa vegna breytinganna. „Við fáum engan mat 110 daga á ári. Það eru margir sem geta ekki eldað sér mat eða farið í búð, hvað þá í þessu færi. Dóttir mín hefur stundum komið og eldað fyrir mig en það eru ekki allir svo heppnir að eiga góða að. Félagslegi þátturinn er þó mikilvægastur.“ Jón bendir á að heldur ætti að hækka verðið á máltíðinni sem er nú 660 krónur. „Ég held að flestir væru tilbúnir að borga hundrað krónum meira og halda þjónustunni um helgar inni. Við reyndum að segja stjórnendum það en það er enginn vilji til að hlusta. Þetta er bara stjórnunarofbeldi.“ Ragnheiður Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í Eirborgum, segir íbúa geta fengið matarbakka senda til sín um helgar og því muni enginn svelta. „En félagsleg einangrun aldraðra er stórt vandamál og fólki líður vel í notalegum matsalnum með framúrskarandi starfsfólki. Borgin telur sig þurfa að spara en gerir sér kannski ekki grein fyrir hversu dýrmæt þessi þjónusta er.“ Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir kostnað við helgarþjónustu í Eirborgum vera sex milljónir króna á ári. Eirborgir ásamt einni annarri félagsmiðstöð voru með mat um helgar á síðasta ári en nú er aðeins opið á Vitatorgi um helgar, þar sem matarbakkar eru útbúnir. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, segir erfitt að svara spurningunni um hvort helgarmáltíðir á félagsmiðstöðvum borgarinnar verði endurskoðaðar í ljósi uppnáms íbúanna. „Við höfum ekki fengið útreiknaðan kostnað við það og eins og flestir vita eru fjármunir af skornum skammti,“ segir hún. Ráðið hefur þó ekki lokað málinu, skoðaður verður möguleikinn á sjálfboðaliðum í matarþjónustunni og eftir söfnun gagna um félagsstarf og matarþjónustu verður málið tekið upp að nýju.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira