Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 16:45 Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá Keflavík. mynd/karfan.is Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum