Toyota lækkar söluáætlanir fyrir Prius Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 14:30 Nýr Toyota Prius er laglegri en forverinn. Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent