Þegar Presley bað Nixon um að fá að gerast leynilögga Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:21 Michael Shannon sem Elvis Presley og Kevin Spacey sem Richard Nixon. Vísir/Imdb Einn af furðulegri fundum sem áttu sér stað í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum á síðustu öld var þegar tónlistarmaðurinn Elvis Presley hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, 21. desember árið 1970. Er nú væntanleg kvikmynd um þennan fund þar sem Michael Shannon leikur Presley og Kevin Spacey leikur Nixon. Stiklu úr myndinni má sjá neðst í greininni.Myndin af Nixon og Presley er sú mest umbeðna á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.Presley átti frumkvæðið að fundinum en hann hafði sent forsetanum handskrifað bréf þar sem hann óskaði eftir því að fá að hitta Nixon og vildi fá að gerast leynilögreglufulltrúi innan fíkniefnadeildar bandarísku alríkislögreglunnar.Priscilla Presley, sem var gift Elvis á árunum 1967 til 1973, sagði í æviminningum sínum að Presley hefði sé þessa stöðu sem einhverskonar alræðisvald, sem fengist með því að hljóta einkennismerki alríkislögreglumanns. Sagði hún Presley hafa trúað því að með slíku merki gæti hann á löglegan hátt ferðast á milli landa með skotvopn og eiturlyf að eigin vali. Þeir sem vilja fræðast nánar um þennan fund geta farið inn á síðu þjóðskjalasafns Bandaríkjanna hér og lesið meðal annars bréf Presley til Nixon og þakkarbréf forsetans til söngvarans. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Einn af furðulegri fundum sem áttu sér stað í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum á síðustu öld var þegar tónlistarmaðurinn Elvis Presley hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, 21. desember árið 1970. Er nú væntanleg kvikmynd um þennan fund þar sem Michael Shannon leikur Presley og Kevin Spacey leikur Nixon. Stiklu úr myndinni má sjá neðst í greininni.Myndin af Nixon og Presley er sú mest umbeðna á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.Presley átti frumkvæðið að fundinum en hann hafði sent forsetanum handskrifað bréf þar sem hann óskaði eftir því að fá að hitta Nixon og vildi fá að gerast leynilögreglufulltrúi innan fíkniefnadeildar bandarísku alríkislögreglunnar.Priscilla Presley, sem var gift Elvis á árunum 1967 til 1973, sagði í æviminningum sínum að Presley hefði sé þessa stöðu sem einhverskonar alræðisvald, sem fengist með því að hljóta einkennismerki alríkislögreglumanns. Sagði hún Presley hafa trúað því að með slíku merki gæti hann á löglegan hátt ferðast á milli landa með skotvopn og eiturlyf að eigin vali. Þeir sem vilja fræðast nánar um þennan fund geta farið inn á síðu þjóðskjalasafns Bandaríkjanna hér og lesið meðal annars bréf Presley til Nixon og þakkarbréf forsetans til söngvarans.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira