Friðhelgin rofin Karl Garðarsson og Elín Hirst skrifar 13. janúar 2016 07:00 Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. Það er einfaldlega svo að börn hafa oft ekki þroska eða getu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og enn síður til að meta það samhengi pólitískur áróður er settur fram í. Þessi hugsanaháttur – um friðhelgi barna gegn pólitískum áróðri ríkisins, sést til að mynda glögglega í íslensku menntakerfi. Fram til þessa hefur verið talið mikilvægt að menntun sé óhlutdræg og byggi á rökhyggju og vísindalegri þekkingu og sé að sama skapi ósnert af starfsemi og hugmyndafræði stjórnmálasamtaka. Það er vel, en í því samhengi ber þó að halda því til haga að ýmsir hópar innan stjórnmálanna hafa sótt mjög að þessari friðhelgi undanfarin ár og krafist þess að sinni hugmyndafræði verði fundinn staður innan skólakerfisins.Pólitísk slagsíða fær byr undir báða vængi Þessi friðhelgi hefur fram til þessa gilt um starfsemi Ríkisútvarpsins – í það minnsta hvað börn snertir, enda hvílir á stofnuninni lagaskylda um hlutlægni og sanngirni. Hér er því ekki haldið fram að valdhafar hverju sinni þurfi ekki að þola neina gagnrýni, eða jafnvel háð, enda hvílir einnig á Ríkisútvarpinu skylda um að rýna störf yfirvalda á vandaðan og gagnrýninn hátt. Allir þurfa þó að fá að njóta sannmælis, en það er önnur og ólík umræða. Í gegnum tíðina hafa loðað við Ríkisútvarpið kenningar um pólitíska slagsíðu í starfsemi þess. Það er óhætt að segja að þær hafi fengið byr undir báða vængi á gamlársdag. Í barnaþættinum Stundinni okkar gaf að sjá nokkur innslög sem lituðust mjög af pólitískum áróðri, en áttu á sama tíma á lítið sem ekkert skylt við barnaefni. Þátturinn er tilefni þessara skrifa.Óásættanlegur áróður á barnatíma Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins í fyrra. Í barnatímanum var þeim skilaboðum komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins. Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini. Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.Hlustendur verðskulda svör Ríkisútvarpið rauf með þessu áróðursbragði sínu friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum. Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkisútvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun