Boltinn hjá Alþingi Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Stjórnvöld hafa lagt mikla vinnu í að greina stöðu húsnæðismála síðustu misserin. Einnig hefur verið öflugt samráð um frumvarpsgerð við fjölda aðila á þessu sviði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt til málanna eins og yfirlýsingin í tengslum við kjarasamningana sl. vor sýnir. Í henni eru mikilvægir þættir húsnæðismála tilgreindir. Ekki fer fram hjá neinum að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur borið hitann og þungann af undirbúningi fjögurra frumvarpa til að bæta úr stöðunni með nýrri húsnæðisstefnu.Tekjulágir á leigumarkaði Húsnæðisfrumvörpin komu öll til Alþingis fyrir jól og velferðarnefnd er nú með þau til umfjöllunar. Mikilvægt er að þingmenn leggi kraft í nefndarstarfið þannig að unnt verði að lögfesta húsnæðisfrumvörpin. Félagsvísarnir, sem Hagstofan gefur út reglulega, gefa góðar vísbendingar um velferð á Íslandi. Þeir sýna að stór hluti þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hér á landi eru á leigumarkaði. Stærstu hóparnir þar eru tekjulágir einstaklingar og einstæðir foreldarar og börn þeirra. Ný húsnæðisstefna gagnast m. a. þessum hópum.Lægra verð Mikilvægt er að ná fram áherslunni sem er lögð á fleiri og ódýrari íbúðir. Stefnan er að félagslega leigukerfið verði fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga sem nema um þrjátíu prósentum af stofnkostnaði. Framlögin, auk annarra þátta, ættu að leiða til þess að húsnæðiskostnaður tekjulágra einstaklinga nemi ekki hærra hlutfalli en um 25 prósentum af tekjum þeirra. Því ætti einstaklingur með 300 þús. kr. í laun að greiða að hámarki um 65 þús.kr. í húsnæðiskostnað í nýja kerfinu. Byggja á 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þegar forsendur eru skoðaðar kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð fyrir einföldun á byggingarreglugerð og lækkun lóða- og gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingarkostnaði. Þannig verður unnt að veita tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagskerfi sveitarfélaganna, aðgang að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Ég treysti á að þingmenn liðki fyrir framgangi húsnæðisfrumvarpanna. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt mikla vinnu í að greina stöðu húsnæðismála síðustu misserin. Einnig hefur verið öflugt samráð um frumvarpsgerð við fjölda aðila á þessu sviði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt til málanna eins og yfirlýsingin í tengslum við kjarasamningana sl. vor sýnir. Í henni eru mikilvægir þættir húsnæðismála tilgreindir. Ekki fer fram hjá neinum að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur borið hitann og þungann af undirbúningi fjögurra frumvarpa til að bæta úr stöðunni með nýrri húsnæðisstefnu.Tekjulágir á leigumarkaði Húsnæðisfrumvörpin komu öll til Alþingis fyrir jól og velferðarnefnd er nú með þau til umfjöllunar. Mikilvægt er að þingmenn leggi kraft í nefndarstarfið þannig að unnt verði að lögfesta húsnæðisfrumvörpin. Félagsvísarnir, sem Hagstofan gefur út reglulega, gefa góðar vísbendingar um velferð á Íslandi. Þeir sýna að stór hluti þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hér á landi eru á leigumarkaði. Stærstu hóparnir þar eru tekjulágir einstaklingar og einstæðir foreldarar og börn þeirra. Ný húsnæðisstefna gagnast m. a. þessum hópum.Lægra verð Mikilvægt er að ná fram áherslunni sem er lögð á fleiri og ódýrari íbúðir. Stefnan er að félagslega leigukerfið verði fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga sem nema um þrjátíu prósentum af stofnkostnaði. Framlögin, auk annarra þátta, ættu að leiða til þess að húsnæðiskostnaður tekjulágra einstaklinga nemi ekki hærra hlutfalli en um 25 prósentum af tekjum þeirra. Því ætti einstaklingur með 300 þús. kr. í laun að greiða að hámarki um 65 þús.kr. í húsnæðiskostnað í nýja kerfinu. Byggja á 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þegar forsendur eru skoðaðar kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð fyrir einföldun á byggingarreglugerð og lækkun lóða- og gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingarkostnaði. Þannig verður unnt að veita tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagskerfi sveitarfélaganna, aðgang að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Ég treysti á að þingmenn liðki fyrir framgangi húsnæðisfrumvarpanna. Það er til mikils að vinna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar