Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Snorri Baldursson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar