Ættu bandarískir bílaframleiðendur að sameinast um vélasmíði? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 10:45 Vélasmíði í bandarískri verksmiðju. Forstjóri Fiat-Chrysler hefur óþreyttur talað fyrir sameiningu fyrirtækisins með General Motors og með því gera fyrirtækin arðsamari. Þessari tillögu hans hafa forsvarsmenn GM tekið fálega og geta hreint ekki hugsað sér sameiningu. Sumir hafa þó bent á það að fyrirtækin tvö gætu sameinast um þróun véla í bíla þeirra og sparað með því gríðarlegar upphæðir og gert með því bíla þeirra samkeppnishæfari við japanska og þýska bíla. Fá mætti Ford einnig í svona samstarf. Sumir hafa bent á að margar af vélum fyrirtækjanna séu þekktar sem hjarta þeirra og afar tengdar bílgerðum, en mótrökin við því séu þau að langflestum bíleigendum sé slett sama um hvaða vél sé í bílum þeirra, svo framarlega sem þær séu áreiðanlegar og aflmiklar. Sama eigi við skiptingar í bílum þeirra. Harðir bílaáhugamenn stendur alls ekki á sama hvaða vélbúnaður er í bílum þeirra og það sama á líklega við eigendur Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla, en sá hópur telji aðeins um 15% bíleigenda. Það þýði að fyrir 85% markaðarins skipti það hreinlega engu máli hvaðan vélbúnaðurinn kemur og á það eigi framleiðendur að hlusta.Samtals 20 milljón vélar og skiptingarGM, Fiat-Chrysler og Ford smíða um 20 milljónir véla og skiptinga í ár. Um 90% þeirra eru meira og minna samskonar vélar, sem þýðir að þeir eru hver í sínu horni að gera sama hlutinn og þróa nýjar vélar að sömu gerð og hinir með ærnum þróunarkostnaði. Ef að þessir 3 aðilar myndu sameinast um þróun og smíði þessara 20 milljón véla og skiptinga myndi það skapa þeim algjöra sérstöðu í heiminum. Ekki veitir þeim heldur af frekari þróun þeirra þar sem bandarískar vélar eyða enn talsvert meira eldsneyti en japanskar og þýskar vélar. Kostnaður við smíði þeirra myndi lækka gríðarlega mikið, því hafa verður í huga hve stór þáttur í endanlegu verði bíls er fólginn í vélinni og skiptingunni. Sem dæmi er þekkt staðreynd að þróun nýrrar vélar kosti bílaframleiðanda um 65 milljarða króna.Mætti lækka þróunarkostnað um tvo þriðjuÞann kostnað mætti lækka um tvo þriðju ef þessir þrír bílaframleiðendur myndu sameinast um þróun. Sama á við um þróun skiptinga. Bílaframleiðendurnir gætu enn haldið sérstöðu sinni með viðbótum við vélarnar, t.d. með notkun forþjappa og keflablásara, þó í grunninn væri um sömu vélar að ræða. Fylfjendur þess að sameinast um vélarþróun og framleiðslu eru á því að best sé að stofna um slíkt nýtt félag í eigu þeirra allra, það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir árekstra. Það sem ýtir undir umræðu sem þessa um sameiginlega smíði véla er ekki síst sá litli og minnkandi hagnaður sem af framleiðslu bíla er og hafa sumir áhyggjur af því að fjárfestar velji fremur annarsskonar starfsemi en bílaframleiðslu til að fá meiri ávöxtun fjár síns. Hvort það dugar til að bandarísku bílaframleiðendurnir taki einhver skref í þessa átt á næstunni skal ósagt látið, en þetta er komið í umræðuna. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Forstjóri Fiat-Chrysler hefur óþreyttur talað fyrir sameiningu fyrirtækisins með General Motors og með því gera fyrirtækin arðsamari. Þessari tillögu hans hafa forsvarsmenn GM tekið fálega og geta hreint ekki hugsað sér sameiningu. Sumir hafa þó bent á það að fyrirtækin tvö gætu sameinast um þróun véla í bíla þeirra og sparað með því gríðarlegar upphæðir og gert með því bíla þeirra samkeppnishæfari við japanska og þýska bíla. Fá mætti Ford einnig í svona samstarf. Sumir hafa bent á að margar af vélum fyrirtækjanna séu þekktar sem hjarta þeirra og afar tengdar bílgerðum, en mótrökin við því séu þau að langflestum bíleigendum sé slett sama um hvaða vél sé í bílum þeirra, svo framarlega sem þær séu áreiðanlegar og aflmiklar. Sama eigi við skiptingar í bílum þeirra. Harðir bílaáhugamenn stendur alls ekki á sama hvaða vélbúnaður er í bílum þeirra og það sama á líklega við eigendur Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla, en sá hópur telji aðeins um 15% bíleigenda. Það þýði að fyrir 85% markaðarins skipti það hreinlega engu máli hvaðan vélbúnaðurinn kemur og á það eigi framleiðendur að hlusta.Samtals 20 milljón vélar og skiptingarGM, Fiat-Chrysler og Ford smíða um 20 milljónir véla og skiptinga í ár. Um 90% þeirra eru meira og minna samskonar vélar, sem þýðir að þeir eru hver í sínu horni að gera sama hlutinn og þróa nýjar vélar að sömu gerð og hinir með ærnum þróunarkostnaði. Ef að þessir 3 aðilar myndu sameinast um þróun og smíði þessara 20 milljón véla og skiptinga myndi það skapa þeim algjöra sérstöðu í heiminum. Ekki veitir þeim heldur af frekari þróun þeirra þar sem bandarískar vélar eyða enn talsvert meira eldsneyti en japanskar og þýskar vélar. Kostnaður við smíði þeirra myndi lækka gríðarlega mikið, því hafa verður í huga hve stór þáttur í endanlegu verði bíls er fólginn í vélinni og skiptingunni. Sem dæmi er þekkt staðreynd að þróun nýrrar vélar kosti bílaframleiðanda um 65 milljarða króna.Mætti lækka þróunarkostnað um tvo þriðjuÞann kostnað mætti lækka um tvo þriðju ef þessir þrír bílaframleiðendur myndu sameinast um þróun. Sama á við um þróun skiptinga. Bílaframleiðendurnir gætu enn haldið sérstöðu sinni með viðbótum við vélarnar, t.d. með notkun forþjappa og keflablásara, þó í grunninn væri um sömu vélar að ræða. Fylfjendur þess að sameinast um vélarþróun og framleiðslu eru á því að best sé að stofna um slíkt nýtt félag í eigu þeirra allra, það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir árekstra. Það sem ýtir undir umræðu sem þessa um sameiginlega smíði véla er ekki síst sá litli og minnkandi hagnaður sem af framleiðslu bíla er og hafa sumir áhyggjur af því að fjárfestar velji fremur annarsskonar starfsemi en bílaframleiðslu til að fá meiri ávöxtun fjár síns. Hvort það dugar til að bandarísku bílaframleiðendurnir taki einhver skref í þessa átt á næstunni skal ósagt látið, en þetta er komið í umræðuna.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent