Hæstiréttur tekur sinn tíma í staðfestingu gæsluvarðhalds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 09:30 Hæstiréttur tekur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir þegar málsaðilar taka þá ákvörðun að áfrýja niðurstöðunni úr héraðsdómi. Vísir/GVA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08
Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52