Toyota toppar Volkswagen í sölu ársins 2015 Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 09:12 Toyota Hilux. Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent
Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent