Hjálpargögn send til Madaja Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. janúar 2016 07:00 Bílalest með hjálpargögn leggur af stað frá höfuðborginni Damaskus til Madaja. Nordicphotos/AFP Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira