Senda út neyðarkall eftir vistum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 14:46 Amon Bundy spjallar hér í símann í Malheur National Wildlife Refuge á fimmtudag. vísir/getty Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum. Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum.
Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06