Senda út neyðarkall eftir vistum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 14:46 Amon Bundy spjallar hér í símann í Malheur National Wildlife Refuge á fimmtudag. vísir/getty Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum. Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum.
Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06