B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 13:37 B-52 sprengjuflugvélin var í fylgd tveggja orrustuþota. Bandaríski herinn hefur flogið B-52 sprengjuflugvél yfir Suður-Kóreu í kjölfar fregna af kjarnorkutilraunum nágranna þeirra í norðri. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, hélt því fram á miðvikudag að vísindamenn landsins hefðu sprengt vetnissprengju. Hann sagði tilraunirnar vera varúðarráðstöfun vegna kjarnorkuógnarinnar sem landi hans stafar af Bandaríkjamönnum. Tilraunir Norður-Kóreumanna hafa lagst illa í kínverska bandamenn þeirra rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum sem þó efast um fullyrðingar norður-kóreskra stjórnvalda. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar íhuga að beita Norður-Kóreu þvingunum Vetnissprengja notar kjarnasamruna til þess að framkalla mun kraftmeiri sprengingu en verður þegar kjarnorkusprengja springur og því ljóst að Norður Kóreumenn hafi tekið stórstígum framförum í vopnaþróun sinni reynist þetta rétt. Erlendir sérfræðingar draga fullyrðingarnar þó mjög í efa og segja líklegra að um venjulega kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða. B-52 sprengjuflugvélin sem Bandaríkjamenn flugu í nótt getur borið kjarnavopn og mátti sjá flogið lágflugi yfir Osan flugstöðina í fylgd tveggja orrustuþota. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher var það gert til að bregðast við nýlegum örgrunum Norður-Kóreumanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin hafa hnyklað vöðvana með þessum hætti í kjölfar tilrauna í norðri en það gerðu þau síðast árið 2013. Þá hótaði Norður-Kórea kjarnorkuárás á Bandaríkin. Nánar er greint frá málinu á vef Reuters Tengdar fréttir Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00 Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Bandaríski herinn hefur flogið B-52 sprengjuflugvél yfir Suður-Kóreu í kjölfar fregna af kjarnorkutilraunum nágranna þeirra í norðri. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, hélt því fram á miðvikudag að vísindamenn landsins hefðu sprengt vetnissprengju. Hann sagði tilraunirnar vera varúðarráðstöfun vegna kjarnorkuógnarinnar sem landi hans stafar af Bandaríkjamönnum. Tilraunir Norður-Kóreumanna hafa lagst illa í kínverska bandamenn þeirra rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum sem þó efast um fullyrðingar norður-kóreskra stjórnvalda. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar íhuga að beita Norður-Kóreu þvingunum Vetnissprengja notar kjarnasamruna til þess að framkalla mun kraftmeiri sprengingu en verður þegar kjarnorkusprengja springur og því ljóst að Norður Kóreumenn hafi tekið stórstígum framförum í vopnaþróun sinni reynist þetta rétt. Erlendir sérfræðingar draga fullyrðingarnar þó mjög í efa og segja líklegra að um venjulega kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða. B-52 sprengjuflugvélin sem Bandaríkjamenn flugu í nótt getur borið kjarnavopn og mátti sjá flogið lágflugi yfir Osan flugstöðina í fylgd tveggja orrustuþota. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher var það gert til að bregðast við nýlegum örgrunum Norður-Kóreumanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin hafa hnyklað vöðvana með þessum hætti í kjölfar tilrauna í norðri en það gerðu þau síðast árið 2013. Þá hótaði Norður-Kórea kjarnorkuárás á Bandaríkin. Nánar er greint frá málinu á vef Reuters
Tengdar fréttir Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00 Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00
Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58