Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 30-29 | Áttundi sigur Stjörnunnar í síðustu níu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 30. janúar 2016 15:45 Esther Ragnarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna. Vísir Stjarnan vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum þegar ÍBV kom í heimsókn í TM-höllina í Garðabænum í dag. Lokatölur 30-29, Stjörnunni í vil í miklum spennuleik. Leikurinn var gríðarlega hraður og spennandi. Liðin keyrðu grimmt í bakið á hvort öðru og sóknir liðanna voru sjaldnast langar. Varnarleikur liðanna var ekki góður og markvarslan lítil. En Stjarnan náði mikilvægum stoppum undir lok leiks sem gerðu gæfumuninn. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítakasti þegar þrjár mínútur voru eftir. Eyjakonur fengu upplagt tækifæri til að tryggja sér annað stigið á lokamínútunni en Díana Dögg Magnúsdóttir skaut í slána úr vítakasti. Það var fátt um varnir og markvörslu í fyrri hálfleik þar sem 32 mörk voru skoruð. Leikurinn var jafn framan af en smám saman sigu Eyjakonur fram úr. Þær léku jafnan með aukamann í sókninni og skoruðu að vild. Stjörnuvörnin stóð mjög aftarlega og það nýttu skyttur Eyjakvenna sér vel. Þá náði Florentina Stanciu sér engan veginn á strik í Stjörnumarkinu en hún varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik, sem þykir lítið á þeim bænum. ÍBV náði mest þriggja marka forystu en gestirnir voru klaufar þegar þær misstu boltann í tvígang um miðjan fyrri hálfleikinn og Stjörnukonur skoruðu í autt markið. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks munaði tveimur mörkum á liðunum, 10-12. Þá gáfu Stjörnukonur í, hraðaupphlaupin gengu vel og þær kláruðu fyrri hálfleikinn með 7-3 kafla. Markvarslan hjá ÍBV datt alveg niður og vörnin var hriplek, jafnvel þótt Eyjakonur væru í yfirtölu. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-15. Stjarnan leiddi framan af seinni hálfleik en í stöðunni 21-19 kom góður kafli hjá gestunum sem skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 21-23. Vörn Stjörnunnar var engin fyrirstaða fyrir Eyjakonur á þessum kafla. ÍBV náði þó aldrei meira en tveggja marka forskoti en liðið átti ótal skot í tréverkið sem hefðu kannski á öðrum degi endað í netinu. Hanna, Solveig Lára Kjærnested og Helena Rut Örvarsdóttir fóru fyrir Stjörnuliðinu á lokamínútunum en þær skoruðu síðustu átta mörk liðsins. Stjörnuvörnin tók aðeins við sér undir lokin og þá varði Florentina nokkur skot sem vógu þungt þegar uppi var staðið. Eyjakonur fengu nokkur tækifæri til að jafna metin á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan eins marks sigur Stjörnunnar, 30-29. Solveig og Helena voru markahæstar í liði Stjörnunnar með sjö mörk hvor. Esther Ragnarsdóttir kom næst með fimm mörk og Hanna gerði fjögur, þ.á.m. sigurmarkið úr vítakasti. Florentina varði 16 skot í markinu, en 13 þeirra komu í seinni hálfleik. Greta Kavaliuskaite skoraði átta mörk fyrir ÍBV úr aðeins níu skotum og fiskaði auk þess tvö vítaköst. Ester Óskarsdóttir kom næst með sex mörk og Díana og Drífa Þorvaldsdóttir skoruðu fimm mörk hvor.Halldór Harri: Við stóðum varla í vörn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur með eins marks sigur Garðbæinga, 30-29, á ÍBV í dag. Leikurinn var mjög hraður og spennandi en hvað skildi á milli undir lokin að hans mati? "Það er erfitt að svara því þegar það munar bara einu marki og þetta er svona fram og til baka allan leikinn. Vörnin hjá báðum liðum var léleg í dag en sóknarleikurinn rúllaði ágætlega," sagði Halldór og bætti við: "Við náðum upp smá geðveiki í varnarleikinn undir lokin og það gerði gæfumuninn. Þetta snýst líka svolítið um heppni og við vorum heppnar á nokkrum augnablikum undir lokin. Flora (Florentina Stanciu) byrjaði aðeins að verja og vörnin náði fleiri stoppum." Halldór kvaðst ánægður með sóknarleik Stjörnunnar enda 30 mörk skoruð ekkert til að kvarta yfir. "Það er lítið hægt að setja út á það, enda fannst mér leikurinn vera þannig að við stóðum varla í vörn. Við slepptum þeim alltof snemma í gegn," sagði Halldór. "Þetta eru tvö lið sem vilja keyra hraðaupphlaup og seinni bylgju. Þetta hefur vonandi verið skemmtilet á að horfa." Stjarnan hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum sínum sem Halldór er vitanlega sáttur með. "Þetta er búið að ganga vel og stelpurnar hafa brugðist vel við því sem við viljum gera. Ég vildi reyndar óska þess að þetta væru níu sigurleikir í röð en þetta eins marks tap fyrir Val situr enn í okkur," sagði Halldór að lokum.Hrafnhildur: Afskaplega súrt Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sigurinn hefði getað fallið báðum megin sem var í leiknum gegn Stjörnunni í dag. ÍBV tapaði með einu marki, 30-29, en fékk svo sannarlega tækifærin til að tryggja sér a.m.k. annað stigið á lokakaflanum. "Þetta var stöngin út og við lentum líka í því bikarleiknum gegn Stjörnunni. Þetta er afskaplega súrt en þetta var jafn leikur og sigurinn gat allt eins fallið okkar megin," sagði Hrafnhildur. Leikurinn var hraður og sóknir liðanna jafnan stuttar. En varnarleikurinn var á löngum köflum ekki merkilegur og markvarslan eftir því lítil. "Markaskorið hefur vanalega verið hátt í leikjum okkar í vetur. Við keyrum mikið og fáum á okkur fleiri sóknir í kjölfarið," sagði Hrafnhildur. ÍBV spilaði lengst af leiks með sjö leikmenn í sókn sem er viss áhætta enda skoraði Stjarnan þrjú mörk þegar engin var í marki Eyjaliðsins. En var þetta þess virði að mati Hrafnhildar? "Við erum búnar að spila talsvert með sjö menn og það hefur heppnast mjög vel. En þetta var sísti leikurinn hvað þetta varðar. Ég kem allavega ekki út í bullandi plús í þessu, það er alveg klárt. "Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik og við opnum þær aftur og aftur og skorum auðveld mörk af því að við erum sjö. En svo fór að halla undan fæti," sagði Hrafnhildur að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stjarnan vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum þegar ÍBV kom í heimsókn í TM-höllina í Garðabænum í dag. Lokatölur 30-29, Stjörnunni í vil í miklum spennuleik. Leikurinn var gríðarlega hraður og spennandi. Liðin keyrðu grimmt í bakið á hvort öðru og sóknir liðanna voru sjaldnast langar. Varnarleikur liðanna var ekki góður og markvarslan lítil. En Stjarnan náði mikilvægum stoppum undir lok leiks sem gerðu gæfumuninn. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítakasti þegar þrjár mínútur voru eftir. Eyjakonur fengu upplagt tækifæri til að tryggja sér annað stigið á lokamínútunni en Díana Dögg Magnúsdóttir skaut í slána úr vítakasti. Það var fátt um varnir og markvörslu í fyrri hálfleik þar sem 32 mörk voru skoruð. Leikurinn var jafn framan af en smám saman sigu Eyjakonur fram úr. Þær léku jafnan með aukamann í sókninni og skoruðu að vild. Stjörnuvörnin stóð mjög aftarlega og það nýttu skyttur Eyjakvenna sér vel. Þá náði Florentina Stanciu sér engan veginn á strik í Stjörnumarkinu en hún varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik, sem þykir lítið á þeim bænum. ÍBV náði mest þriggja marka forystu en gestirnir voru klaufar þegar þær misstu boltann í tvígang um miðjan fyrri hálfleikinn og Stjörnukonur skoruðu í autt markið. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks munaði tveimur mörkum á liðunum, 10-12. Þá gáfu Stjörnukonur í, hraðaupphlaupin gengu vel og þær kláruðu fyrri hálfleikinn með 7-3 kafla. Markvarslan hjá ÍBV datt alveg niður og vörnin var hriplek, jafnvel þótt Eyjakonur væru í yfirtölu. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-15. Stjarnan leiddi framan af seinni hálfleik en í stöðunni 21-19 kom góður kafli hjá gestunum sem skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 21-23. Vörn Stjörnunnar var engin fyrirstaða fyrir Eyjakonur á þessum kafla. ÍBV náði þó aldrei meira en tveggja marka forskoti en liðið átti ótal skot í tréverkið sem hefðu kannski á öðrum degi endað í netinu. Hanna, Solveig Lára Kjærnested og Helena Rut Örvarsdóttir fóru fyrir Stjörnuliðinu á lokamínútunum en þær skoruðu síðustu átta mörk liðsins. Stjörnuvörnin tók aðeins við sér undir lokin og þá varði Florentina nokkur skot sem vógu þungt þegar uppi var staðið. Eyjakonur fengu nokkur tækifæri til að jafna metin á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan eins marks sigur Stjörnunnar, 30-29. Solveig og Helena voru markahæstar í liði Stjörnunnar með sjö mörk hvor. Esther Ragnarsdóttir kom næst með fimm mörk og Hanna gerði fjögur, þ.á.m. sigurmarkið úr vítakasti. Florentina varði 16 skot í markinu, en 13 þeirra komu í seinni hálfleik. Greta Kavaliuskaite skoraði átta mörk fyrir ÍBV úr aðeins níu skotum og fiskaði auk þess tvö vítaköst. Ester Óskarsdóttir kom næst með sex mörk og Díana og Drífa Þorvaldsdóttir skoruðu fimm mörk hvor.Halldór Harri: Við stóðum varla í vörn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum kátur með eins marks sigur Garðbæinga, 30-29, á ÍBV í dag. Leikurinn var mjög hraður og spennandi en hvað skildi á milli undir lokin að hans mati? "Það er erfitt að svara því þegar það munar bara einu marki og þetta er svona fram og til baka allan leikinn. Vörnin hjá báðum liðum var léleg í dag en sóknarleikurinn rúllaði ágætlega," sagði Halldór og bætti við: "Við náðum upp smá geðveiki í varnarleikinn undir lokin og það gerði gæfumuninn. Þetta snýst líka svolítið um heppni og við vorum heppnar á nokkrum augnablikum undir lokin. Flora (Florentina Stanciu) byrjaði aðeins að verja og vörnin náði fleiri stoppum." Halldór kvaðst ánægður með sóknarleik Stjörnunnar enda 30 mörk skoruð ekkert til að kvarta yfir. "Það er lítið hægt að setja út á það, enda fannst mér leikurinn vera þannig að við stóðum varla í vörn. Við slepptum þeim alltof snemma í gegn," sagði Halldór. "Þetta eru tvö lið sem vilja keyra hraðaupphlaup og seinni bylgju. Þetta hefur vonandi verið skemmtilet á að horfa." Stjarnan hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum sínum sem Halldór er vitanlega sáttur með. "Þetta er búið að ganga vel og stelpurnar hafa brugðist vel við því sem við viljum gera. Ég vildi reyndar óska þess að þetta væru níu sigurleikir í röð en þetta eins marks tap fyrir Val situr enn í okkur," sagði Halldór að lokum.Hrafnhildur: Afskaplega súrt Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði að sigurinn hefði getað fallið báðum megin sem var í leiknum gegn Stjörnunni í dag. ÍBV tapaði með einu marki, 30-29, en fékk svo sannarlega tækifærin til að tryggja sér a.m.k. annað stigið á lokakaflanum. "Þetta var stöngin út og við lentum líka í því bikarleiknum gegn Stjörnunni. Þetta er afskaplega súrt en þetta var jafn leikur og sigurinn gat allt eins fallið okkar megin," sagði Hrafnhildur. Leikurinn var hraður og sóknir liðanna jafnan stuttar. En varnarleikurinn var á löngum köflum ekki merkilegur og markvarslan eftir því lítil. "Markaskorið hefur vanalega verið hátt í leikjum okkar í vetur. Við keyrum mikið og fáum á okkur fleiri sóknir í kjölfarið," sagði Hrafnhildur. ÍBV spilaði lengst af leiks með sjö leikmenn í sókn sem er viss áhætta enda skoraði Stjarnan þrjú mörk þegar engin var í marki Eyjaliðsins. En var þetta þess virði að mati Hrafnhildar? "Við erum búnar að spila talsvert með sjö menn og það hefur heppnast mjög vel. En þetta var sísti leikurinn hvað þetta varðar. Ég kem allavega ekki út í bullandi plús í þessu, það er alveg klárt. "Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik og við opnum þær aftur og aftur og skorum auðveld mörk af því að við erum sjö. En svo fór að halla undan fæti," sagði Hrafnhildur að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira