Afleiðingin er frestunarárátta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. janúar 2016 15:30 Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur í framkvæmdum á sinni fyrstu íbúð. myndir/Ernir Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“ Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira