Fullt út úr dyrum á heimsfrumsýningunni Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2016 14:30 Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís frá og með kvöldinu í kvöld. vísir/getty Heimsfrumsýning heimildamyndarinnar Njósnir, Lygar og fjölskyldubönd fór fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi í Bíó Paradís. Myndin vakti gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda sem fylltu bíóhúsið, en margir í salnum áttu ættir að rekja til Ísafjarðar eða könnuðust við tímabilið sem myndin fjallar um. Kvikmyndin var sýnd samtímis í Ísafjarðarbíó en kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson verður viðstaddur sýningu þar í kvöld, föstudagskvöld. Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís frá og með kvöldinu í kvöld. Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson rýfur þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi. „Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar,“ segir Helgi en meðal mynda sem hann hefur áður gert, má nefna Guð blessi Ísland.- Myndin er sýnd með enskum texta. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heimsfrumsýning heimildamyndarinnar Njósnir, Lygar og fjölskyldubönd fór fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi í Bíó Paradís. Myndin vakti gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda sem fylltu bíóhúsið, en margir í salnum áttu ættir að rekja til Ísafjarðar eða könnuðust við tímabilið sem myndin fjallar um. Kvikmyndin var sýnd samtímis í Ísafjarðarbíó en kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson verður viðstaddur sýningu þar í kvöld, föstudagskvöld. Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís frá og með kvöldinu í kvöld. Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson rýfur þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi. „Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar,“ segir Helgi en meðal mynda sem hann hefur áður gert, má nefna Guð blessi Ísland.- Myndin er sýnd með enskum texta.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira