Munu áfengissjúkir falla í freistni í matvörubúðum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 19:00 Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“ Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent