Munu áfengissjúkir falla í freistni í matvörubúðum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 19:00 Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“ Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira