Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 15:36 Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira