Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2016 12:05 Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla. Vísir/VIlhelm Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla stefnir að því að skila hagnaði innan sex mánaða. Því markmiði verður náð með því að afla meiri tekna í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc, sem nýlega keypti stóran hlut í Plain Vanilla. Þá stendur til að endurskipuleggja starfsemina hér á landi og fækka starfsfólki. Alls mun stöðugildum fækka um fjórtán, en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hafa stöðugildin verið í kringum 80 að undanförnu. „Stöðugildin eru á nokkrum ólíkum sviðum fyrirtækisins en Plain Vanilla hyggst einbeita sér að leikjaþróun og eigin tekjusköpun með auglýsingum o.fl. leiðum. Auknar beinar tekjur, auk samrekstursins, munu auðvelda Plain Vanilla að skila hagnaði fyrr,“ segir í tilkynningunni. Áhersla hefur hingað til verið lögð á að fjölga notendum óháð tekjum og var ákveðið að forðast auglýsingar innan leiksins. Þeirri stefnu hefur nú verið breyttSjá einnig: Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla „Nýverið var tilkynnt að Glu Mobile, sem skráð er í kauphöllina í New York, hefði fjárfest í Plain Vanilla fyrir tæpan einn milljarð króna og einnig öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á föstu verði sem gildir í 15 mánuði. Í kjölfar þessara fregna hækkaði hlutabréfaverð í Glu Mobile um 6 prósent.“Einblína á sjónvarpsþætti Stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, ætlar að framleiða tíu þátta seríu sem byggir á QuizUP og ætla Glu og Plain Vanilla að einblína á þróun þáttarins. Í tilkynningunni segir að til umræðu sé að þátturinn verði sýndur beint á eftir Sunday Night Football á sunnudagskvöldum. Þeir þættir eru með þeim vinsælustu í Bandaríkjunum. Breska fyrirtækið ITV hefur einnig keypt réttinn að QuizUp spurningaþættinum og búist er við að fjöldi fólks muni sækja leikinn þegar þættirnir fara í loftið. „Glu Mobile býr yfir mikilli þekkingu á öflun tekna af vinsælum netleikjum. Fyrirtækið framleiðir fjölmarga slíka, þ.á.m. þekktan leik sem byggir á lífi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla í tilkynningunni. „Við höfum nú þegar byrjað að prófa að birta auglýsingar gagnvart smærri hópi QuizUp notenda og viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur tilefni til að ætla að það takist að Plain Vanilla skili hagnaði í ár. Þessi er stefnubreyting er hluti af samstarfi okkar við Glu Mobile og ef allt gengur vel munu fyrirtækin tvö hugsanlega sameinast. Ég tel að sameiningin, ef af yrði, væri mjög jákvæð, bæði fyrir framtíðarþróun Plain Vanilla en einnig fyrir þá mörgu fjárfesta sem lagt hafa okkur til fé í þessa uppbyggingu. Það eru ríflega 4 milljarðar króna sem komið hafa frá fjárfestum frá stofnun fyrirtækisins og sem nýttir hafa verið til að ráða margt hæfasta tæknifólk á Íslandi. Þetta er öflugt fólk sem öðlast hefur mikla reynslu á skömmum tíma. Til lengri tíma litið styrkjum við hins vegar stöðu fyrirtækisins, og áframhaldandi veru þess hér á landi, með því að leggja áherslu á þau svið þar sem við stöndum Glu Mobile framar.“ Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 Quiz á Up-leið Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. 7. október 2015 07:00 Starfsmenn Íslandsbanka kynnast í gegnum QuizUp Nýja appinu er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda. 27. ágúst 2015 12:44 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla stefnir að því að skila hagnaði innan sex mánaða. Því markmiði verður náð með því að afla meiri tekna í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc, sem nýlega keypti stóran hlut í Plain Vanilla. Þá stendur til að endurskipuleggja starfsemina hér á landi og fækka starfsfólki. Alls mun stöðugildum fækka um fjórtán, en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hafa stöðugildin verið í kringum 80 að undanförnu. „Stöðugildin eru á nokkrum ólíkum sviðum fyrirtækisins en Plain Vanilla hyggst einbeita sér að leikjaþróun og eigin tekjusköpun með auglýsingum o.fl. leiðum. Auknar beinar tekjur, auk samrekstursins, munu auðvelda Plain Vanilla að skila hagnaði fyrr,“ segir í tilkynningunni. Áhersla hefur hingað til verið lögð á að fjölga notendum óháð tekjum og var ákveðið að forðast auglýsingar innan leiksins. Þeirri stefnu hefur nú verið breyttSjá einnig: Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla „Nýverið var tilkynnt að Glu Mobile, sem skráð er í kauphöllina í New York, hefði fjárfest í Plain Vanilla fyrir tæpan einn milljarð króna og einnig öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á föstu verði sem gildir í 15 mánuði. Í kjölfar þessara fregna hækkaði hlutabréfaverð í Glu Mobile um 6 prósent.“Einblína á sjónvarpsþætti Stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, ætlar að framleiða tíu þátta seríu sem byggir á QuizUP og ætla Glu og Plain Vanilla að einblína á þróun þáttarins. Í tilkynningunni segir að til umræðu sé að þátturinn verði sýndur beint á eftir Sunday Night Football á sunnudagskvöldum. Þeir þættir eru með þeim vinsælustu í Bandaríkjunum. Breska fyrirtækið ITV hefur einnig keypt réttinn að QuizUp spurningaþættinum og búist er við að fjöldi fólks muni sækja leikinn þegar þættirnir fara í loftið. „Glu Mobile býr yfir mikilli þekkingu á öflun tekna af vinsælum netleikjum. Fyrirtækið framleiðir fjölmarga slíka, þ.á.m. þekktan leik sem byggir á lífi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla í tilkynningunni. „Við höfum nú þegar byrjað að prófa að birta auglýsingar gagnvart smærri hópi QuizUp notenda og viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur tilefni til að ætla að það takist að Plain Vanilla skili hagnaði í ár. Þessi er stefnubreyting er hluti af samstarfi okkar við Glu Mobile og ef allt gengur vel munu fyrirtækin tvö hugsanlega sameinast. Ég tel að sameiningin, ef af yrði, væri mjög jákvæð, bæði fyrir framtíðarþróun Plain Vanilla en einnig fyrir þá mörgu fjárfesta sem lagt hafa okkur til fé í þessa uppbyggingu. Það eru ríflega 4 milljarðar króna sem komið hafa frá fjárfestum frá stofnun fyrirtækisins og sem nýttir hafa verið til að ráða margt hæfasta tæknifólk á Íslandi. Þetta er öflugt fólk sem öðlast hefur mikla reynslu á skömmum tíma. Til lengri tíma litið styrkjum við hins vegar stöðu fyrirtækisins, og áframhaldandi veru þess hér á landi, með því að leggja áherslu á þau svið þar sem við stöndum Glu Mobile framar.“
Tengdar fréttir NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05 Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 Quiz á Up-leið Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. 7. október 2015 07:00 Starfsmenn Íslandsbanka kynnast í gegnum QuizUp Nýja appinu er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda. 27. ágúst 2015 12:44 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
NBC gerir þætti sem byggja á Quizup "Við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC,“ segir Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla. 30. september 2015 15:05
Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31
Quiz á Up-leið Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. 7. október 2015 07:00
Starfsmenn Íslandsbanka kynnast í gegnum QuizUp Nýja appinu er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda. 27. ágúst 2015 12:44
Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00
Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57