Faðir Andra Freys telur um manndráp af gáleysi að ræða en ekki slys Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2016 10:45 Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Tuttugu mínútum áður en Andri Freyr Sveinsson féll úr tækinu Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm sumarið 2014 var framkvæmd neyðarstöðvun á tækinu. Sveinn Sigfússon, faðir Andra, segist hafa fengið þessar upplýsingar í desember síðastliðnum. Um leið hafi hans skoðun breyst á því að um slys væri að ræða. Um sé að ræða manndráp af gáleysi. Þá gagnrýnir hann að upplýsingar um hámarksþyngd og -hæð þeirra sem fóru í tækið hafi ekki verið sýnilegar og séu ekki enn. Hámarksþyngd hafi verið 120 kíló en Andri verið þyngri en það. Hann hafi séð fjölmarga stærri fara í tækið og starfsmenn hafi ekki einu sinni verið meðvitaðir um að hámark væri á þyngd þeirra sem færu í tækið.Inferno Rússíbaninn fer á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund.Mynd/HrönnFólkið í röðinni öskraðiÍ Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var spilað brot úr Kastljósviðtali við Svein og Huldu Guðjónsdóttur, stjúpu Andra. Þau voru með Andra í umræddum skemmtigarði 7. júlí 2014 og í sama tæki. Andri fór í tækið ásamt vini sínum og yngri systur. „Við fylgjumst með þar sem þau setjast í tækið. Maðurinn kemur og spennir þau. Svo fer tækið af stað. Þegar kemur að síðustu veltunni þá er okkur Daníel vísað í sæti. Það næsta sem við vitum er að röðin grípur fyrir augu sér, öskrar og hleypur í burtu. Við sjáum skugga og heyrum hljóð,“ segir Hulda. Hulda lýsir því hvernig þau Daníel hafi litið hvort á annað til að fá fullvissu um að þau hafi séð þetta gerast. Rússíbaninn hafi ekki farið af stað aftur og grindin opnast. Þau stukku út og Hulda sér Andra Frey þar sem hann liggur á grúfu. „Ég kalla til hans, sé að hann hreyfir sig örlítið og umlar. Ég bið Daníel að hlaupa eftir Denna (Sveini).“Andri Freyr Sveinsson heitinn.Enginn sjúkrabíll á vettvangi Sveinn var fljótur að gryfjunni þar sem Andri Freyr lá en um var að ræða steypt plan og möl. „Þar liggur hann á maganum, umlar eitthvað og hreyfir sig mikið. Það er norskur læknir sem ég tala við. Við hjálpumst að við að halda Andra niðri.“ Þrátt fyrir að um afar fjölsóttan skemmtigarð sé að ræða var enginn sjúkrabíll til taks þegar slysið varð. Það tók hann 25 mínútur að koma á vettvang. Andri lét lífið í sjúkrabílnum. Sveinn segist hafa fengið þær upplýsingar rétt fyrir jólin að tækið hefði farið niður og stoppað tuttugu mínútum fyrir ferð Andra. Um neyðarstopp hafi verið að ræða. „Að mínu viti þá breyttist málið úr slysi í manndráp af gáleysi.“Inferno er rússíbani þar sem fólk snýst í hring um leið.Telur starfsmenn hafa logið Sveinn telur ljóst að bilun í læsingu á járngrindinni hafi valdið því að Andri féll úr tækinu. Hún hafi opnast á ferð. „Það kemur fram í gögnum málsins að hann hefði mátt vera 120 kíló. Hann var þyngri en það. En enginn starfsmaður vissi að það væri hámarksþyngd í tækið, eða hámarkshæð. Ég hef séð myndir af mun stærri manneskjum en honum fara í tækið. Ég held að skýringin ein og sér, að hann hafi verið stór, sé ekki ásættanleg. Enda opnaðist grindin og ég á myndir af slysstað þar sem sést að grindin er opin þrátt fyrir að starfsmenn hafi sagt að hún var lokuð allan tímann.“ Af því sé ljóst að starfsmenn sögðu ekki satt við yfirheyrslu hjá lögreglu. „Þeir voru yfirheyrðir sólarhring eftir slysið. Það stemmir ekkert af því sem þeir segja.“ Fjölskylda Andra stendur enn í málarekstri við skemmtigarðinn einu og hálfu ári síðar. Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23 Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Tuttugu mínútum áður en Andri Freyr Sveinsson féll úr tækinu Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm sumarið 2014 var framkvæmd neyðarstöðvun á tækinu. Sveinn Sigfússon, faðir Andra, segist hafa fengið þessar upplýsingar í desember síðastliðnum. Um leið hafi hans skoðun breyst á því að um slys væri að ræða. Um sé að ræða manndráp af gáleysi. Þá gagnrýnir hann að upplýsingar um hámarksþyngd og -hæð þeirra sem fóru í tækið hafi ekki verið sýnilegar og séu ekki enn. Hámarksþyngd hafi verið 120 kíló en Andri verið þyngri en það. Hann hafi séð fjölmarga stærri fara í tækið og starfsmenn hafi ekki einu sinni verið meðvitaðir um að hámark væri á þyngd þeirra sem færu í tækið.Inferno Rússíbaninn fer á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund.Mynd/HrönnFólkið í röðinni öskraðiÍ Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var spilað brot úr Kastljósviðtali við Svein og Huldu Guðjónsdóttur, stjúpu Andra. Þau voru með Andra í umræddum skemmtigarði 7. júlí 2014 og í sama tæki. Andri fór í tækið ásamt vini sínum og yngri systur. „Við fylgjumst með þar sem þau setjast í tækið. Maðurinn kemur og spennir þau. Svo fer tækið af stað. Þegar kemur að síðustu veltunni þá er okkur Daníel vísað í sæti. Það næsta sem við vitum er að röðin grípur fyrir augu sér, öskrar og hleypur í burtu. Við sjáum skugga og heyrum hljóð,“ segir Hulda. Hulda lýsir því hvernig þau Daníel hafi litið hvort á annað til að fá fullvissu um að þau hafi séð þetta gerast. Rússíbaninn hafi ekki farið af stað aftur og grindin opnast. Þau stukku út og Hulda sér Andra Frey þar sem hann liggur á grúfu. „Ég kalla til hans, sé að hann hreyfir sig örlítið og umlar. Ég bið Daníel að hlaupa eftir Denna (Sveini).“Andri Freyr Sveinsson heitinn.Enginn sjúkrabíll á vettvangi Sveinn var fljótur að gryfjunni þar sem Andri Freyr lá en um var að ræða steypt plan og möl. „Þar liggur hann á maganum, umlar eitthvað og hreyfir sig mikið. Það er norskur læknir sem ég tala við. Við hjálpumst að við að halda Andra niðri.“ Þrátt fyrir að um afar fjölsóttan skemmtigarð sé að ræða var enginn sjúkrabíll til taks þegar slysið varð. Það tók hann 25 mínútur að koma á vettvang. Andri lét lífið í sjúkrabílnum. Sveinn segist hafa fengið þær upplýsingar rétt fyrir jólin að tækið hefði farið niður og stoppað tuttugu mínútum fyrir ferð Andra. Um neyðarstopp hafi verið að ræða. „Að mínu viti þá breyttist málið úr slysi í manndráp af gáleysi.“Inferno er rússíbani þar sem fólk snýst í hring um leið.Telur starfsmenn hafa logið Sveinn telur ljóst að bilun í læsingu á járngrindinni hafi valdið því að Andri féll úr tækinu. Hún hafi opnast á ferð. „Það kemur fram í gögnum málsins að hann hefði mátt vera 120 kíló. Hann var þyngri en það. En enginn starfsmaður vissi að það væri hámarksþyngd í tækið, eða hámarkshæð. Ég hef séð myndir af mun stærri manneskjum en honum fara í tækið. Ég held að skýringin ein og sér, að hann hafi verið stór, sé ekki ásættanleg. Enda opnaðist grindin og ég á myndir af slysstað þar sem sést að grindin er opin þrátt fyrir að starfsmenn hafi sagt að hún var lokuð allan tímann.“ Af því sé ljóst að starfsmenn sögðu ekki satt við yfirheyrslu hjá lögreglu. „Þeir voru yfirheyrðir sólarhring eftir slysið. Það stemmir ekkert af því sem þeir segja.“ Fjölskylda Andra stendur enn í málarekstri við skemmtigarðinn einu og hálfu ári síðar.
Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23 Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43
Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59
Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23
Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14