Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:00 Leikmenn Liverpool fagna sigrinum. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00