Bókstafir eða tölur? Stutt athugasemd við leiðara Gylfi Jón Gylfason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar