Erlent

Hústökumaður í Oregon skoraði á Chris Christie í súmóglímu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn af hústökumönnunum í Oregon birti nýverið myndband á Youtube sem hefur vakið athygli. Í myndbandinu klæddur i svokallaða mawashi lendaskýlu, sem súmóglímukappar klæðast. Þá skorar hann á Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey og einn af forsetaframbjóðendum Repúblikana, í tíu lotur í súmóglímu.

Vinni Christie eina lotu muni hústökumennirnir yfirgefa skrifstofur dýraathvarfs sem þeir hafa nú haldið í tæpan mánuð. Þetta vekur upp þá spurningu hvort að hústökumönnunum leiðist upp í fjöllum.

Í myndbandinu kallar maðurinn Chris Christie; yngri bróður sinn og slær reglulega á læri sín. Fyrir aftan hann er Don‘t tread on me fáni sem var fyrst búinn til í frelsisstríði Bandaríkjanna og annað skilti þar sem skilgreiningin á harðstjórn hefur verið skrifuð.

Ekki hefur farið mikið fyrir mönnunum, en samkvæmt frétt Oregonian eru heimamenn orðnir mjög þreyttir á veru þeirra. Farið hefur verið fram á að lögreglan hætti að leyfa Ammon Bundy, leiðtoga mannanna , og mönnunum sjálfum að koma og fara frá svæðinu.


Tengdar fréttir

Senda út neyðarkall eftir vistum

Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel.

FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×