
„Ímyndaðu þér að þú sér krakki og þú stendur fyrir framan Lincoln-minnisvarðann og sérð Lincoln sjálfan sitjandi í þessu stóra stól. Það eru ákveðin gæði á bak við það,“ sagði Guyett við Cinema Blend.
Því hefur verið haldið fram að fátt í Star Wars-heimi J.J. Abrams, leikstjóra The Force Awakens, sé tilvjunum háð og því gæti þessi vísun í Lincoln gefið til kynna að Snoke hafi einu sinni verið mikill og góður leiðtogi sem gekk til liðs við myrku hlið máttarins.
Ekkert er þó gefið upp í þeim efnum af þessum tæknibrellumeisturum og verða Stjörnustríðsaðdáendur að bíða eftir næstu myndum til að vita meira um Snoke.“