Mögnuð ábreiða Maríu Ólafs á lagi Jessie J. Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2016 12:30 Rosalega vel gert hjá Maríu. vísir Söngkonan María Ólafsdóttir hefur nú sent frá sér nýtt myndband en það er við lagið, Who You Are eftir Íslandsvininn Jessie J. Myndbandið er tekið upp í hljóðverinu Hljóðverki, þar sem lagið er einnig tekið upp. „Við tókum upp lagið og myndbandið á sama tíma, mig langaði svo gera þetta „live“ og vera ekkert að flækja hlutina,“ segir María. Hún segist alltaf hafa verið mikill Jessie J aðdáandi og að hana hafi lengi langað til að gefa út ábreiðu af lagi úr hennar smiðju. „Þetta lag hefur alltaf verið uppáhalds lagið mitt með henni. Ég sá hana svo syngja þetta lag á tónleikunum hennar í Laugardalshöllinni og tengdi sérstaklega við það og fór þá að hugsa að það væri gaman að taka það upp,“ segir María. Það var þó ekki bara lagið sem heillaði hana, því María hreifst einnig af boðskapnum í textanum. „Ég man að eftir Eurovision, þegar maður var ekkert allt of hress og sáttur með að hafa dottið út og átti að fara gíra sig upp í viðtöl, þá sagði Valli Sport við mig: „Það er allt í lagi að segja ekki alltaf allt gott.“ Sem er alveg rétt, því fólk á ekki að þurfa þykjast og boðskapurinn í textanum er sá sami og er eitthvað svo fallegur.“ Myndbandið var tekið upp og unnið af Eiríki Þór Hafdal og sá Einar Vilberg í stúdíóinu Hljóðverki um upptökustjórn. Í laginu leikur Baldur Kristjánsson á bassa, Gunnar Leó Pálsson á cajon og Helgi Reynir Jónsson á gítar en hann hljóðblandar einnig lagið. Tengdar fréttir Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan María Ólafsdóttir hefur nú sent frá sér nýtt myndband en það er við lagið, Who You Are eftir Íslandsvininn Jessie J. Myndbandið er tekið upp í hljóðverinu Hljóðverki, þar sem lagið er einnig tekið upp. „Við tókum upp lagið og myndbandið á sama tíma, mig langaði svo gera þetta „live“ og vera ekkert að flækja hlutina,“ segir María. Hún segist alltaf hafa verið mikill Jessie J aðdáandi og að hana hafi lengi langað til að gefa út ábreiðu af lagi úr hennar smiðju. „Þetta lag hefur alltaf verið uppáhalds lagið mitt með henni. Ég sá hana svo syngja þetta lag á tónleikunum hennar í Laugardalshöllinni og tengdi sérstaklega við það og fór þá að hugsa að það væri gaman að taka það upp,“ segir María. Það var þó ekki bara lagið sem heillaði hana, því María hreifst einnig af boðskapnum í textanum. „Ég man að eftir Eurovision, þegar maður var ekkert allt of hress og sáttur með að hafa dottið út og átti að fara gíra sig upp í viðtöl, þá sagði Valli Sport við mig: „Það er allt í lagi að segja ekki alltaf allt gott.“ Sem er alveg rétt, því fólk á ekki að þurfa þykjast og boðskapurinn í textanum er sá sami og er eitthvað svo fallegur.“ Myndbandið var tekið upp og unnið af Eiríki Þór Hafdal og sá Einar Vilberg í stúdíóinu Hljóðverki um upptökustjórn. Í laginu leikur Baldur Kristjánsson á bassa, Gunnar Leó Pálsson á cajon og Helgi Reynir Jónsson á gítar en hann hljóðblandar einnig lagið.
Tengdar fréttir Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30