Reykvíkingar virðast halda í sér yfir Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2016 14:03 Vatnsnotkun jókst talsvert í Reykjavík eftir að sýningu Ófærðar lauk í gærkvöldi. Svo virðist sem Reykvíkingar haldi í sér yfir sjónvarpsþættinum Ófærð á sunnudagskvöldum ef marka má tölur frá Veitum, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sem sér um rekstur vatnsveitunnar í borginni. Sýning á fimmta þætti Ófærðar hófst í Sjónvarpinu klukkan 20:55 í gærkvöldi. Á meðan sýningunni stóð dróst verulega úr notkun vatns í Reykjavík úr 215 lítrum á sekúndu í 183 lítra á sekúndu. Sýningu þáttarins lauk klukkan 21:50 og jókst þá notkunin aftur talsvert og fór mest upp í 232 lítra rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þó svo að þetta sé ansi skörp aukning, sem virðist haldast í hendur við hvenær Ófærð er í loftinu, þá segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitur Reykjavíkur, Veitur vel ráða við þetta álag. „Þessi aukning er svo sem ekki nándar nærri eins skörp eins og við sjáum stundum í vatnsnotkun, þá gjarnan í kringum jól og því um líkt þegar stór hluti þjóðarinnar hagar sér eins í vatnsnotkun. Langmestu sveiflurnar sem við sjáum eru í stórbruna. Ef að þarf mikið slökkvivatn þurfum við stundum að grípa til ráðstafana í kerfinu til að tryggja nægan aðflutning á köldu vatni þegar glímt er við stórbruna. Það eru erfiðustu tilvikin, ekki klósettferðir eftir Ófærð,“ segir Eiríkur. Hér fyrir neðan má sjá umræður um Ófærð á Twitter en Íslendingar tísta grimmt á meðan sýningum þáttaraðarinnar stendur. #Ófærð Tweets Tengdar fréttir Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Svo virðist sem Reykvíkingar haldi í sér yfir sjónvarpsþættinum Ófærð á sunnudagskvöldum ef marka má tölur frá Veitum, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sem sér um rekstur vatnsveitunnar í borginni. Sýning á fimmta þætti Ófærðar hófst í Sjónvarpinu klukkan 20:55 í gærkvöldi. Á meðan sýningunni stóð dróst verulega úr notkun vatns í Reykjavík úr 215 lítrum á sekúndu í 183 lítra á sekúndu. Sýningu þáttarins lauk klukkan 21:50 og jókst þá notkunin aftur talsvert og fór mest upp í 232 lítra rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þó svo að þetta sé ansi skörp aukning, sem virðist haldast í hendur við hvenær Ófærð er í loftinu, þá segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitur Reykjavíkur, Veitur vel ráða við þetta álag. „Þessi aukning er svo sem ekki nándar nærri eins skörp eins og við sjáum stundum í vatnsnotkun, þá gjarnan í kringum jól og því um líkt þegar stór hluti þjóðarinnar hagar sér eins í vatnsnotkun. Langmestu sveiflurnar sem við sjáum eru í stórbruna. Ef að þarf mikið slökkvivatn þurfum við stundum að grípa til ráðstafana í kerfinu til að tryggja nægan aðflutning á köldu vatni þegar glímt er við stórbruna. Það eru erfiðustu tilvikin, ekki klósettferðir eftir Ófærð,“ segir Eiríkur. Hér fyrir neðan má sjá umræður um Ófærð á Twitter en Íslendingar tísta grimmt á meðan sýningum þáttaraðarinnar stendur. #Ófærð Tweets
Tengdar fréttir Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36 Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð „Ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ 18. janúar 2016 19:36
Telja sig hafa komið í veg fyrir bjögun í hljóði í Ófærð „Í því samstarfi fengum við þetta til að virka og teljum okkur frá þriðja þætti vera búin að koma í veg fyrir þetta.“ 21. janúar 2016 11:36
Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50