Um er að ræða sama farið og fyrirtækinu tókst á síðasta ári að fljúga af stað og lenda, samkvæmt Bezos. Hann segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins að unnið sé að því að byggja geimfar sem kemst á sporbraut um jörðu en farið sem nú er í notkun er ekki nógu öflugt.
Blue Origin er eitt örfárra fyrirtækja sem vinnur að því að hanna og framleiða geimför sem geta farið í fleiri en eina ferð, fram og til baka frá jörðinni.
SpaceX, fyrirtæki rafbílamógúlsins Elon Musk, er líklega þekktasta fyrirtækið sem vinnur að þessu markmiði en geimfar félagsins sprakk í síðasta mánuði þegar einn af lendingarfótum þess gaf sig þegar flauginni var lent.