Hvar er besti borgarinn? Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2016 16:30 33 álitsgjafar tóku þátt í valinu á besta borgara landsins. Hægt er að sjá listann yfir þá neðst í greininni. Vísir/Getty Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. Ófáir staðir voru nefndir en einn þeirra var ótvíræður sigurvegari þessarar óformlegu könnunar.Hamborgarabúlla Tómasar hafði vinninginn hjá álitsgjöfunum.Visir/GVA1. Hamborgarabúlla Tómasar Mitt val miðast af heiðarleika við hamborgaragerð án útúrsnúninga. Úthugsað og metnaðarfullt frá A til Ö. Háskólagenginn hamborgari! Stór Búlluborgari með öllu aukagumsinu - Ég er hreintrúarmaður þegar kemur að hamborgurum og Tommi skrifar guðspjallið. Steikarborgari á Búllunni – Einfaldur og góður. Gæði hamborgara eru ekki mæld í magni kjöts, heldur hvernig það er framreitt. Þar er Búllan í sérflokki. Hamborgararnir eru einfaldir. Kjötið er gott og það sem mestu máli skiptir að það er laukur með, það er fáránlegt að borða hamborgara án lauks. Svo bjóða þeir upp súrar gúrkur sem maður getur sett eins mikið af og maður vill.Borgarinn á Grillmarkaðnum þykir lostæti.Vísir/Ernir2. Grillmarkaðurinn Hrefna Sætran kann heldur betur að gera hamborgara! Hamborgarinn er mjög matarmikill og þó að hann sé smá dýr spararðu í raun því þú þarft ekki að borða meira þann daginn. Vinkonur mínar kynntu mig fyrir þessum og þá var ekki aftur snúið. Hann er svo bragðgóður, kjötið eins og silki og sósan fer vel með.Borgarinn á Roadhouse og röstik franskarnar heilla marga.Vísir/Stefán3. Roadhouse Kafteinn Ameríka svínaborgarinn með tættu svínakjöti og röstik frönskum. Maður fyllist ofurkrafti. Sennilega óhollasti borgarinn í bænum en alveg þess virði.Gleym-mér-ei á Vitabar er löngu orðinn klassík meðal íslenskra borgara.Vísir/Anton4. Vitabar Ég er ekki mikill hamborgarakall en ég hrasa stundum inn á svona knæpur. Vitaborgarinn er mikil klassík. Gleymmérei og það. Gott líka að það sé einn tannlaus á næsta borði að sötra öl. Vitaborgari er lang besti „sveitti“ borgarinn í bænum. Allt svo passlega sveitt, maður þarf aldrei að bíða lengi eftir honum og franskarnar eru himneskar. Starfsfólkið á Vitabarnum eru líka yndisleg! Hvort sem þú ert gúrmeitýpa sem fer í Gleym-mér-ei eða ferð bara í einn sveittan, þá verða þeir góðir. Atmóið fær líka 10 stig. Frummynd íslenska vegasjoppuborgarans með kokteilsósu á kantinum.Block opnaði á Skólavörðustíg fyrir skemmstu.5. Block Nýr staður á Skólavörðustígnum sem kemur sterkur inn. Frönskurnar henda máltíðinni upp um einn gæðaflokk.Ferjan Baldur fer yfir Breiðafjörð. Þar fást góðir borgarar og franskar með sem gerðar eru frá grunni.SæferðirNokkrir skemmtilegir sem nefndir voru: Báturinn Baldur: Sveittir og bara geðveikt góðir hamborgarar. Hægt er að panta með spældu eggi, sem er náttúrulega eðal þegar maður sér eggjarauðuna vellast yfir kjötið.Tuddinn: Eitt best geymda leyndarmál borgarinnar er grillbíllinn Tuddinn, sem gerir út frá Matarbúrinu við Grandagarð. Óvíða fær maður betra kjöt en frá Hálsi í Kjós.Ostborgarinn frá Sóma: Óvænti vinkillinn er ostborgari frá Sóma, hann er hér sem svona sem fulltrúi „guilty pleasure“ flokksins og vinnur nauman sigur á ostborgara frá Aktu Taktu en Sómaborgarinn bjargar mér ca. 2-3 x í mánuði.Borgarinn hjá Magga Texas framkallar hamingjutár í augum framsóknarmaddama.Vísir/GVATexasborgarar: Hinn eini sanni sveitti. Fullkomnun áratuga þróunar íslenskra bragðlauka með kokteilsósu sem hvaða framsóknarmaddama sem er fær hamingjutár í augun yfir.Þeir staðir sem nefndir voru: Kex, Block, Grillmarkaðurinn, Vitabar, Drekinn, Roadhouse, Búllan, Gló Streetfood, Prikið, Sómaborgari, Júmbóborgari, Aktu Taktu borgari, Texasborgarar, KFC, American Style, Tuddinn, Hamborgarasmiðjan, Kaffihús Vesturbæjar, Kol, Vegamót, Lebowski, Ruby Tuesday, Dirty Burger and Ribs, Hamborgarafabrikkan, Haninn, Íslenski barinn, Hamborgararnir í bátnum Baldri, Indie Burger, Steikhúsið, Matarbúrið, Laundromat, Metro, Hendrix, Hressó og Ölhúsið Hafnarfirði.Ostborgarinn frá Sóma var valinn fulltrúi "guilty pleasure" flokksins.Álitsgjafar: Atli Már Steinarsson útvarpsmaður, Hrafn Jónsson pistlahöfundur og kvikmyndagerðarmaður, Þórunn Ívarsdóttir lífsstílsbloggari, Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's, Emmsjé Gauti rappari, Erpur Eyvindarson rappari, Helgi Seljan fjölmiðlamaður, Halldór Baldursson skopmyndateiknari, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Birgir Olgeirsson, blaðamaður á Vísi, Bergsteinn Sigurðsson fjölmiðlamaður, Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari og eigandi Sjáðu, Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Ingvar Kale fótboltamaður, Snorri Engilbertsson leikari, Sölvi Snær Magnússon, sölustjóri 365 miðla, Birgir Nílsen tónlistarmaður, Guðleifur Werner Guðmundsson útvarpsmaður, Auðunn Blöndal útvarpsmaður, Atli Thor Albertsson leikari, Anna Margrét Káradóttir leikkona, Þórdís Nadia Semichat uppistandari, Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona, Heba Eir Kjeld dansari, Sigga Dögg kynfræðingur, Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður, María Ólafsdóttir söngkona, Böðvar Dalton Reynisson tónlistarmaður, Oddur Júlíusson leikari, Ósk Gunnarsdóttir fjölmiðlakona. Lambakjöt Matur Svínakjöt Veitingastaðir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. Ófáir staðir voru nefndir en einn þeirra var ótvíræður sigurvegari þessarar óformlegu könnunar.Hamborgarabúlla Tómasar hafði vinninginn hjá álitsgjöfunum.Visir/GVA1. Hamborgarabúlla Tómasar Mitt val miðast af heiðarleika við hamborgaragerð án útúrsnúninga. Úthugsað og metnaðarfullt frá A til Ö. Háskólagenginn hamborgari! Stór Búlluborgari með öllu aukagumsinu - Ég er hreintrúarmaður þegar kemur að hamborgurum og Tommi skrifar guðspjallið. Steikarborgari á Búllunni – Einfaldur og góður. Gæði hamborgara eru ekki mæld í magni kjöts, heldur hvernig það er framreitt. Þar er Búllan í sérflokki. Hamborgararnir eru einfaldir. Kjötið er gott og það sem mestu máli skiptir að það er laukur með, það er fáránlegt að borða hamborgara án lauks. Svo bjóða þeir upp súrar gúrkur sem maður getur sett eins mikið af og maður vill.Borgarinn á Grillmarkaðnum þykir lostæti.Vísir/Ernir2. Grillmarkaðurinn Hrefna Sætran kann heldur betur að gera hamborgara! Hamborgarinn er mjög matarmikill og þó að hann sé smá dýr spararðu í raun því þú þarft ekki að borða meira þann daginn. Vinkonur mínar kynntu mig fyrir þessum og þá var ekki aftur snúið. Hann er svo bragðgóður, kjötið eins og silki og sósan fer vel með.Borgarinn á Roadhouse og röstik franskarnar heilla marga.Vísir/Stefán3. Roadhouse Kafteinn Ameríka svínaborgarinn með tættu svínakjöti og röstik frönskum. Maður fyllist ofurkrafti. Sennilega óhollasti borgarinn í bænum en alveg þess virði.Gleym-mér-ei á Vitabar er löngu orðinn klassík meðal íslenskra borgara.Vísir/Anton4. Vitabar Ég er ekki mikill hamborgarakall en ég hrasa stundum inn á svona knæpur. Vitaborgarinn er mikil klassík. Gleymmérei og það. Gott líka að það sé einn tannlaus á næsta borði að sötra öl. Vitaborgari er lang besti „sveitti“ borgarinn í bænum. Allt svo passlega sveitt, maður þarf aldrei að bíða lengi eftir honum og franskarnar eru himneskar. Starfsfólkið á Vitabarnum eru líka yndisleg! Hvort sem þú ert gúrmeitýpa sem fer í Gleym-mér-ei eða ferð bara í einn sveittan, þá verða þeir góðir. Atmóið fær líka 10 stig. Frummynd íslenska vegasjoppuborgarans með kokteilsósu á kantinum.Block opnaði á Skólavörðustíg fyrir skemmstu.5. Block Nýr staður á Skólavörðustígnum sem kemur sterkur inn. Frönskurnar henda máltíðinni upp um einn gæðaflokk.Ferjan Baldur fer yfir Breiðafjörð. Þar fást góðir borgarar og franskar með sem gerðar eru frá grunni.SæferðirNokkrir skemmtilegir sem nefndir voru: Báturinn Baldur: Sveittir og bara geðveikt góðir hamborgarar. Hægt er að panta með spældu eggi, sem er náttúrulega eðal þegar maður sér eggjarauðuna vellast yfir kjötið.Tuddinn: Eitt best geymda leyndarmál borgarinnar er grillbíllinn Tuddinn, sem gerir út frá Matarbúrinu við Grandagarð. Óvíða fær maður betra kjöt en frá Hálsi í Kjós.Ostborgarinn frá Sóma: Óvænti vinkillinn er ostborgari frá Sóma, hann er hér sem svona sem fulltrúi „guilty pleasure“ flokksins og vinnur nauman sigur á ostborgara frá Aktu Taktu en Sómaborgarinn bjargar mér ca. 2-3 x í mánuði.Borgarinn hjá Magga Texas framkallar hamingjutár í augum framsóknarmaddama.Vísir/GVATexasborgarar: Hinn eini sanni sveitti. Fullkomnun áratuga þróunar íslenskra bragðlauka með kokteilsósu sem hvaða framsóknarmaddama sem er fær hamingjutár í augun yfir.Þeir staðir sem nefndir voru: Kex, Block, Grillmarkaðurinn, Vitabar, Drekinn, Roadhouse, Búllan, Gló Streetfood, Prikið, Sómaborgari, Júmbóborgari, Aktu Taktu borgari, Texasborgarar, KFC, American Style, Tuddinn, Hamborgarasmiðjan, Kaffihús Vesturbæjar, Kol, Vegamót, Lebowski, Ruby Tuesday, Dirty Burger and Ribs, Hamborgarafabrikkan, Haninn, Íslenski barinn, Hamborgararnir í bátnum Baldri, Indie Burger, Steikhúsið, Matarbúrið, Laundromat, Metro, Hendrix, Hressó og Ölhúsið Hafnarfirði.Ostborgarinn frá Sóma var valinn fulltrúi "guilty pleasure" flokksins.Álitsgjafar: Atli Már Steinarsson útvarpsmaður, Hrafn Jónsson pistlahöfundur og kvikmyndagerðarmaður, Þórunn Ívarsdóttir lífsstílsbloggari, Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's, Emmsjé Gauti rappari, Erpur Eyvindarson rappari, Helgi Seljan fjölmiðlamaður, Halldór Baldursson skopmyndateiknari, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Birgir Olgeirsson, blaðamaður á Vísi, Bergsteinn Sigurðsson fjölmiðlamaður, Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari og eigandi Sjáðu, Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Ingvar Kale fótboltamaður, Snorri Engilbertsson leikari, Sölvi Snær Magnússon, sölustjóri 365 miðla, Birgir Nílsen tónlistarmaður, Guðleifur Werner Guðmundsson útvarpsmaður, Auðunn Blöndal útvarpsmaður, Atli Thor Albertsson leikari, Anna Margrét Káradóttir leikkona, Þórdís Nadia Semichat uppistandari, Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona, Heba Eir Kjeld dansari, Sigga Dögg kynfræðingur, Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður, María Ólafsdóttir söngkona, Böðvar Dalton Reynisson tónlistarmaður, Oddur Júlíusson leikari, Ósk Gunnarsdóttir fjölmiðlakona.
Lambakjöt Matur Svínakjöt Veitingastaðir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira