Hagaskólastelpurnar kveiktu hugmyndina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2016 09:30 Just girl it, ljósmyndaverkefni Huldu Sifjar. Mynd/huldasif „Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it. Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það sem ýtti af stað þessari hugmynd var þegar Hagaskólastelpurnar unnu Skrekk, það var svo mikill kraftur þarna sem mér fannst svo flott. Þá fannst mér alveg upplagt að mynda ungar íþróttastelpur,“ segir ljósmyndarinn Hulda Sif Ásmundsdóttir um ljósmyndaverkefnið Just girl it. Hulda Sif myndaði ellefu ungar íþróttakonur fyrir verkefni í skólanum en hún stundar nám í ljósmyndun í Hollandi. Líkt og áður segir kviknaði hugmyndin að efnistökunum eftir að Hulda Sif sá siguratriði hæfileikakeppni grunnskólanna í fyrra en þar fluttu stúlkur úr Hagaskóla femíníska ljóða- og dansgjörninginn Elsku stelpur.Mynd/Anna Marin„Ástæðan fyrir því að ég valdi að mynda íþróttastelpur var kannski sú að ég var sjálf í íþróttum á þessum aldri og fannst áhugavert að taka svoleiðis portrett myndir.“ Stúlkurnar á myndum Huldu Sifjar stunda allar mögulegar íþróttir og segir hún að skilaboð Hagaskólastúlknanna um að taka meira pláss hafa haft áhrif á sig. Titillinn Just girl it er vísun í slagorð hins þekkta íþróttavörumerkis Nike, Just do it, og skýtur Hulda Sif ekki loku fyrir að hún muni vinna verkefnið eitthvað áfram en hún hefur gaman af því að taka portrettmyndir. „Mér finnst ótrúlega gaman að mynda fólk og reyna að segja sterkar sögur í gegnum portrettmyndir.“ Og þó að hún hafi tekið hluta af myndunum úti í Hollandi þá fór það þó þannig að allar íþróttastelpurnar sem hún myndaði voru íslenskar. „Það var alveg ótrúlega þægilegt að fá þær til þess að vera með og það var engin sem neitaði,“ segir hún og bætir hlæjandi við að vankunnátta hennar í hollensku hafi sjálfsagt orsakað það að þær stúlkur sem hún myndaði voru íslenskar. Hulda Sif er nú á sínu öðru ári í ljósmyndun við Listaháskólann í Haag en hún hefur lokið námi við Ljósmyndaskólann hér heima og vann hún þá portrettseríu sem svipar ögn til Just girl it en þá var viðfangsefnið listakonur. „Þannig að þetta er kannski svona mín lína inn í þessari femínísku orku,“ segir hún glöð í bragði um Just girl it.
Menning Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp