Átakanleg fortíð í nýjum búning Sigríður Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2016 11:30 Það er firnasterkur leikhópur sem kemur að leiksýningin Flóð í Borgarleikhúsinu. Leikhús Flóð Borgarleikhúsið Höfundar: Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors Leikstjórn: Björn Thors Leikendur: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld og Kristín Þóra Haraldsdóttir Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Eyrarfjallið gnæfir tignarlega yfir þorpið. Veturinn er skollinn á og bandbrjálað veður. Þorpsbúar bera virðingu fyrir tindinum en hættan er ætíð nærri því Skollahvilft og Innra-Bæjargilið eru snjóflóðahættusvæði. Um miðja nótt þann 26. október 1995 féll snjóflóð á Flateyri. Dögum seinna, eftir þrjátíu- og sex klukkutíma leit, fannst síðasta manneskjan sem grafist hafði undir snjóþunganum. Tuttugu einstaklingar fórust í flóðinu og harmleikurinn skók þjóðina alla. Borgarleikhúsið frumsýndi nú áfimmtudaginn nýtt heimildaleikrit um náttúruhamfarirnar á Flateyri en höfundarnir Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín vinna meginþorra textans upp úr viðtölum sem þau tóku við Flateyringa um reynslu þeirra af sjóflóðinu. Fyrsta spurningin verður að vera: Er hægt að ná utan um slíkar hörmungar og þann mannlega harm sem hamfarir á borð við snjóflóðið á Flateyri bera með sér? Tilraunin er mjög virðingarverð þó hún heppnist misjafnlega. Björn og Hrafnhildur fara þá leið að láta frásagnir viðmælenda lifa í persónum verksins og finna minningarbrotunum farveg með því að skeyta þau saman, að stórum hluta eftir tímaröð. Raddirnar eru margar og einstaklingar eru ónafngreindir, fyrir utan að nefna aldur sinn þegar hörmungarnar dundu yfir. Öll hafa þau sögu að segja, minningar til að deila og sorg í hjarta. Þetta er rödd þorpsins. Leikhópurinn er firnasterkur og vinnur ágætlega saman. Þau segja frá og hlusta til skiptis, lítið er um samtöl. Gallinn er sá að persónurnar eru ekki nægilega vel aðskildar. Endurtekningar í textanum eru oft áhrifaríkar en af og til verða þær of langar, of óskipulagðar inni í handritinu. Sýningin kemst á flug þegar Hilmir Jensson fer með upprifjun af þeim tilfinningarússíbana sem einstaklingur, fastur undir snjóþunganum, upplifir. Manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Einnig var sameiginleg upprifjun í leik Halldóru Geirharðsdóttur og Kristbjargar Kjeld um konurnar í samkomuhúsinu hressileg áminning um hið hversdagslega amstur sem á sér stað við ótrúlegustu kringumstæður. Kristín Þóra Haraldsdóttir kemst nokkuð vel frá sínum frásögnum en þyrfti að gefa þeim skýrari blæbrigði. Vandamálið virðist liggja helst í leikstjórn Björns Thors en þrátt fyrir nokkrar smellnar sviðslausnir samanber ferðalagið í gegnum ókláruðu göngin þá er sýningin ekki nægilega lífræn. Persónur standa fastar á sama staðþegar þær segja frá eða sitja grafkyrrar á meðan þær hlusta. Hugmyndir eru stundum fallega framsettar en þær skortir tilfinningalega vigt. Þó var kynning þorpsins, eyðilegging og endurbygging skemmtilega leyst. Litla sviðinu hefur verið breytt í eins konar vinnustofu undir handleiðslu Snorra Freys Hilmarssonar, sem hannar bæði sviðsmynd og búninga. Í bakgrunninum hangir stór skjár sem var notaður til að varpa upp svipmyndum af þorpinu. Hins vegar hefðu glerveggirnir alveg mátt missa sig, ekki var heldur hægt að lesa textann á þeim. Búningarnir voru látlaus hversdagsföt sem hentuðu forminu vel. Garðar Borgþórsson sér um tónlist og hljóð en hvorug voru sérstaklega eftirminnileg fyrir utan mjög áhrifamikla notkun á laginu Ljósvíkingur eftir Mugison. Án efa munu sumir áhorfendur upplifa mikið kaþarsis við að heyra þessar sögur, sú tilfinningalega hreinsun er fólki holl og er eitt af elstu verkfærum leikhússins. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og nístandi. Því miður skortir sýninguna skýrari hugmyndafræðilega festu og formfasta útfærslu. Tilfærslurnar á sviðinu eru iðulega þunglamalegar og sviðshreyfingar leikaranna of orkulitlar. Á bestu augnablikunum falla áhorfendur algjörlega ofan í frásögnina og samkenndin verður næstum óbærileg en á öðrum stundum staðnar sýningin.Niðurstaða: Harmþrungið og mikilvægt umfjöllunarefni en útfærslan veldur ekki efninu. Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Flóð Borgarleikhúsið Höfundar: Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors Leikstjórn: Björn Thors Leikendur: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld og Kristín Þóra Haraldsdóttir Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Eyrarfjallið gnæfir tignarlega yfir þorpið. Veturinn er skollinn á og bandbrjálað veður. Þorpsbúar bera virðingu fyrir tindinum en hættan er ætíð nærri því Skollahvilft og Innra-Bæjargilið eru snjóflóðahættusvæði. Um miðja nótt þann 26. október 1995 féll snjóflóð á Flateyri. Dögum seinna, eftir þrjátíu- og sex klukkutíma leit, fannst síðasta manneskjan sem grafist hafði undir snjóþunganum. Tuttugu einstaklingar fórust í flóðinu og harmleikurinn skók þjóðina alla. Borgarleikhúsið frumsýndi nú áfimmtudaginn nýtt heimildaleikrit um náttúruhamfarirnar á Flateyri en höfundarnir Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín vinna meginþorra textans upp úr viðtölum sem þau tóku við Flateyringa um reynslu þeirra af sjóflóðinu. Fyrsta spurningin verður að vera: Er hægt að ná utan um slíkar hörmungar og þann mannlega harm sem hamfarir á borð við snjóflóðið á Flateyri bera með sér? Tilraunin er mjög virðingarverð þó hún heppnist misjafnlega. Björn og Hrafnhildur fara þá leið að láta frásagnir viðmælenda lifa í persónum verksins og finna minningarbrotunum farveg með því að skeyta þau saman, að stórum hluta eftir tímaröð. Raddirnar eru margar og einstaklingar eru ónafngreindir, fyrir utan að nefna aldur sinn þegar hörmungarnar dundu yfir. Öll hafa þau sögu að segja, minningar til að deila og sorg í hjarta. Þetta er rödd þorpsins. Leikhópurinn er firnasterkur og vinnur ágætlega saman. Þau segja frá og hlusta til skiptis, lítið er um samtöl. Gallinn er sá að persónurnar eru ekki nægilega vel aðskildar. Endurtekningar í textanum eru oft áhrifaríkar en af og til verða þær of langar, of óskipulagðar inni í handritinu. Sýningin kemst á flug þegar Hilmir Jensson fer með upprifjun af þeim tilfinningarússíbana sem einstaklingur, fastur undir snjóþunganum, upplifir. Manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Einnig var sameiginleg upprifjun í leik Halldóru Geirharðsdóttur og Kristbjargar Kjeld um konurnar í samkomuhúsinu hressileg áminning um hið hversdagslega amstur sem á sér stað við ótrúlegustu kringumstæður. Kristín Þóra Haraldsdóttir kemst nokkuð vel frá sínum frásögnum en þyrfti að gefa þeim skýrari blæbrigði. Vandamálið virðist liggja helst í leikstjórn Björns Thors en þrátt fyrir nokkrar smellnar sviðslausnir samanber ferðalagið í gegnum ókláruðu göngin þá er sýningin ekki nægilega lífræn. Persónur standa fastar á sama staðþegar þær segja frá eða sitja grafkyrrar á meðan þær hlusta. Hugmyndir eru stundum fallega framsettar en þær skortir tilfinningalega vigt. Þó var kynning þorpsins, eyðilegging og endurbygging skemmtilega leyst. Litla sviðinu hefur verið breytt í eins konar vinnustofu undir handleiðslu Snorra Freys Hilmarssonar, sem hannar bæði sviðsmynd og búninga. Í bakgrunninum hangir stór skjár sem var notaður til að varpa upp svipmyndum af þorpinu. Hins vegar hefðu glerveggirnir alveg mátt missa sig, ekki var heldur hægt að lesa textann á þeim. Búningarnir voru látlaus hversdagsföt sem hentuðu forminu vel. Garðar Borgþórsson sér um tónlist og hljóð en hvorug voru sérstaklega eftirminnileg fyrir utan mjög áhrifamikla notkun á laginu Ljósvíkingur eftir Mugison. Án efa munu sumir áhorfendur upplifa mikið kaþarsis við að heyra þessar sögur, sú tilfinningalega hreinsun er fólki holl og er eitt af elstu verkfærum leikhússins. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og nístandi. Því miður skortir sýninguna skýrari hugmyndafræðilega festu og formfasta útfærslu. Tilfærslurnar á sviðinu eru iðulega þunglamalegar og sviðshreyfingar leikaranna of orkulitlar. Á bestu augnablikunum falla áhorfendur algjörlega ofan í frásögnina og samkenndin verður næstum óbærileg en á öðrum stundum staðnar sýningin.Niðurstaða: Harmþrungið og mikilvægt umfjöllunarefni en útfærslan veldur ekki efninu.
Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira