Lífið

Bein útsending: Kanadamenn fylgja eiginmanni Celine Dion til grafar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kistulagningin fór fram í gær.
Kistulagningin fór fram í gær. vísir
Opinber útför René Angélil, eiginmanni Celine Dion, verður í beinni sjónvarpsútendingu frá Montreal í Kanada og hefst hún klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

Angélil lést fimmtudaginn en hann var einnig umboðsmaður söngkonunnar til margra ára og uppgötvaði hana sem listamenn.  Hann hafði barist við krabbamein í hálsi í mörg ár en René var 73 ára þegar hann lést.  

Í gær kistulagningin fram og voru mörg hundruð aðdáendur Dion mættir fyrir utan Notre-Dame Basilica en útför hans fer einnig fram í þeirri kirkju í kvöld.

René Angélil skilur eftir sig sex börn. Bróðir kanadísku söngkonunnar dó úr krabbameini, aðeins tveimur dögum eftir að hún hafði misst eiginmann sinn úr sama sjúkdómi.

Hér má horfa á beina útsendingu frá útförinni.


Tengdar fréttir

René Angélil látinn

Eiginmaður söngkonunnar Celiné Dion lést í morgun, eftir áralanga baráttu við krabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×