Guðmundur Ingi tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2016 10:07 Guðmundur í myndinni. vísir Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. Myndin sem hann leikur í, Chasing Robert Barker, er framleidd af íslenska fyrirtækinu Pegasus. Chasing Robert fær einnig tilnefningu í flokknum um bestu hasarmyndina. Þar keppir hún til að mynda á móti Star Wars.Aðrir sem tilnefndir eru í flokknum: Tom Courtenay (45 Years) Colin Farrell (The Lobster) Michael Fassbender (Macbeth) Colin Firth ( Kingsman – The Secret Service) Tom Hardy (Legend) Tom Hiddleston (High-Rise) Daniel Craig (Spectre) Taron Egerton ( Kingsman- The Secret Service) Dev Patel (The Second Best Exotic Marigold Hotel) Simon Pegg (Absolutely Anything)Gudmundur Thorvaldsson (Chasing Robert Parker) Keith Allen (North v South)Hér er hægt að kjósa og styðja Guðmund í leiðinni. Hrútar fá einnig tilnefningu fyrir bestu erlendu myndina og þykir hún nokkuð sigurstrangleg í þeim flokki. Myndin Chasing Robert Barker fjallar um 38 ára papparassa í London sem fær ábendingu um að stjörnuleikarinn Robert Barker sitji og snæði kvöldverð með ungri konu á fínum veitingastað. Ljósmyndirnar sem hann nær komast á forsíðu blaðsins sem hann vinnur fyrir og fréttin slær í gegn þannig að ritstjórinn Olly krefst þess að sjá meira. Upphefst þá eltingaleikur við Barker í von um að ná fleiri myndum.Leikstjóri myndarinnar er Daniel Florencio. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem besti aðalleikari á National Film Awards og keppir hann þar á móti stórum nöfnum. Myndin sem hann leikur í, Chasing Robert Barker, er framleidd af íslenska fyrirtækinu Pegasus. Chasing Robert fær einnig tilnefningu í flokknum um bestu hasarmyndina. Þar keppir hún til að mynda á móti Star Wars.Aðrir sem tilnefndir eru í flokknum: Tom Courtenay (45 Years) Colin Farrell (The Lobster) Michael Fassbender (Macbeth) Colin Firth ( Kingsman – The Secret Service) Tom Hardy (Legend) Tom Hiddleston (High-Rise) Daniel Craig (Spectre) Taron Egerton ( Kingsman- The Secret Service) Dev Patel (The Second Best Exotic Marigold Hotel) Simon Pegg (Absolutely Anything)Gudmundur Thorvaldsson (Chasing Robert Parker) Keith Allen (North v South)Hér er hægt að kjósa og styðja Guðmund í leiðinni. Hrútar fá einnig tilnefningu fyrir bestu erlendu myndina og þykir hún nokkuð sigurstrangleg í þeim flokki. Myndin Chasing Robert Barker fjallar um 38 ára papparassa í London sem fær ábendingu um að stjörnuleikarinn Robert Barker sitji og snæði kvöldverð með ungri konu á fínum veitingastað. Ljósmyndirnar sem hann nær komast á forsíðu blaðsins sem hann vinnur fyrir og fréttin slær í gegn þannig að ritstjórinn Olly krefst þess að sjá meira. Upphefst þá eltingaleikur við Barker í von um að ná fleiri myndum.Leikstjóri myndarinnar er Daniel Florencio. Chasing Robert Barker TRAILER from Pegasus on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira