Listamannalaunaveikin Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. janúar 2016 09:22 Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar