Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Kjúklingabringur, innfluttar og frosnar. Litlu skiptir hvort reynt er að flytja inn kjúklingakjöt innan eða utan tollfrjáls kvóta. vísir/anton brink Uppboð íslenskra stjórnvalda á tollheimildum búvara frá Evrópusambandinu (ESB) brýtur ekki í bága við tollasamkomulag Íslands og ESB frá árinu 2007. Þetta er álit sérfræðinga innan landbúnaðardeildar sambandsins. „Evrópusambandið semur við ríki um frjálsa verslun sem þýðir að flutt sé ákveðið magn af vörum á milli landa, en þegar komið er inn fyrir landamærin þá skiptir Evrópusambandið sér ekki af því hvernig farið er með þessar vörur eða heimildir,“ segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Félag atvinnurekenda (FA) hefur gert athugasemdir við framkvæmdina hér og bent á að útboðsgjaldið sem íslensk innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða til íslenskra stjórnvalda sé svo hátt að ávinningur af tollfrjálsum innflutningi hverfi að stórum hluta. Til dæmis sé útboðsgjald alifuglakjöts svo hátt að álíka mikið kosti að flytja inn kjúkling frá ESB á tollfrjálsum kvóta og almennum tolli. Aðspurður segir Klemens Evrópusambandið sjálft ekki leggja slíkar álögur á íslenskar vörur, eða á innflutning yfirleitt.Klemens Ólafur ÞrastarsonFA hefur sagt vandséð hvernig framkvæmdin stæðist ákvæði í samningi Íslands og ESB þar sem kveðið er á um að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja að ávinningi sem samningsaðilar veiti hvor öðrum verði ekki stefnt í hættu „með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum“. Klemens segir umrætt ákvæði fyrst og fremst snúa að tæknilegum hindrunum við innflutning varnings. Þar undir kunni að vera „ýmsar skapandi eða nýstárlegar heilbrigðiskröfur“ líkt og dæmi séu um að komið hafi upp í öðrum löndum. „Þarna er átt við raunverulegar hindranir, þannig að vörurnar komist ekki í gegn. En hvað Evrópusambandið varðar þá komast þessar vörur í gegn og svo er það undir íslenska ríkinu komið hvernig það útdeilir þessum innflutningsheimildum.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Uppboð íslenskra stjórnvalda á tollheimildum búvara frá Evrópusambandinu (ESB) brýtur ekki í bága við tollasamkomulag Íslands og ESB frá árinu 2007. Þetta er álit sérfræðinga innan landbúnaðardeildar sambandsins. „Evrópusambandið semur við ríki um frjálsa verslun sem þýðir að flutt sé ákveðið magn af vörum á milli landa, en þegar komið er inn fyrir landamærin þá skiptir Evrópusambandið sér ekki af því hvernig farið er með þessar vörur eða heimildir,“ segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Félag atvinnurekenda (FA) hefur gert athugasemdir við framkvæmdina hér og bent á að útboðsgjaldið sem íslensk innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða til íslenskra stjórnvalda sé svo hátt að ávinningur af tollfrjálsum innflutningi hverfi að stórum hluta. Til dæmis sé útboðsgjald alifuglakjöts svo hátt að álíka mikið kosti að flytja inn kjúkling frá ESB á tollfrjálsum kvóta og almennum tolli. Aðspurður segir Klemens Evrópusambandið sjálft ekki leggja slíkar álögur á íslenskar vörur, eða á innflutning yfirleitt.Klemens Ólafur ÞrastarsonFA hefur sagt vandséð hvernig framkvæmdin stæðist ákvæði í samningi Íslands og ESB þar sem kveðið er á um að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja að ávinningi sem samningsaðilar veiti hvor öðrum verði ekki stefnt í hættu „með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum“. Klemens segir umrætt ákvæði fyrst og fremst snúa að tæknilegum hindrunum við innflutning varnings. Þar undir kunni að vera „ýmsar skapandi eða nýstárlegar heilbrigðiskröfur“ líkt og dæmi séu um að komið hafi upp í öðrum löndum. „Þarna er átt við raunverulegar hindranir, þannig að vörurnar komist ekki í gegn. En hvað Evrópusambandið varðar þá komast þessar vörur í gegn og svo er það undir íslenska ríkinu komið hvernig það útdeilir þessum innflutningsheimildum.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira