Morðið á Litvinenko rakið til Pútíns Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nikolaí Patrúsjev, fyrrverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, ásamt Vladimír Pútín forseta. vísir/EPA Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða. Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða.
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00
Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44