Morðið á Litvinenko rakið til Pútíns Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nikolaí Patrúsjev, fyrrverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, ásamt Vladimír Pútín forseta. vísir/EPA Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða. Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða.
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00
Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44