Deila um lógó sem þeir virðast hafa nappað sjálfir Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2016 17:01 Á myndinni má hlljómsveitina meðan allt lék í lyndi, merki hátíðarinnar og svo fyrstu plötu Sólstafa. Vart fer á milli mála að lógóið er það hið sama. Guðmundur Óli Pálmason, fyrrum trymbill hljómsveitarinnar Sólstafa, hefur sent frá sér opinbera tilkynningu þar sem hann gerir heyrinkunnugt, fyrir hönd Svalbard Music Grooup ehf., að búið sé að höfða mál á hendur Aðalbirni Tryggvasyni, söngvara Sólstafa, þar sem tekist verður á um helstu eignir hljómsveitarinnar Sólstafa, sem eru vörumerkið og svo öll helstu viðskiptasambönd. Aðalbjörn er sakaður um að hafa „illegally seizing control over and ownership of the company’s main asset, the trademark Sólstafir and the band’s business, and for hollowing the company out from the inside.“ Í tilkynningu Guðmundar kemur fram að málið hafi verið þingfest við héraðsdóm Reykjavíkur 12. þessa mánaðar. Einn hængur er þar á, sem kann að flækja málið sem þó er flókið fyrir, að þarna virðist sem meðal annars sé barist um vörumerki hljómsveitarinnar sem hljómsveitin nappaði sjálf í upphafi síns ferils. Halla Helgadóttir er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar og henni kemur þetta mjög spánskt fyrir sjónir. „Þetta er sama nafn, sama leturgerðin og það fer ekkert á milli mála. Um hvaða eign eru þeir eiginlega að deila,“ segir Halla forviða.Upphaflega lógó listahátíðar Halla hefur verið að ræða þetta sérkennilega mál við fyrrum félaga sína á auglýsingastofunni Grafít, hvar hún var eigandi. Forsaga málsins er sem sagt sú að árið 1995 barst verkefni þar inná borð frá menntamálaráðuneytinu, hvar Hanna Birna Kristjánsdóttir var helsti tengiliður; þá um að hanna útlit á norrænni listahátíð. Ólafur G. Einarsson þá ráðherra opnaði hátíðina 11. febrúar 1995 og stóð hún til 25. mars. Halla segir að Grafít hafi hannað útlit hátíðarinnar, þar með talið lógó eða vörumerki, en hátíðin hlaut nafnið Sólstafir. „Sko, maður tekur þessu nú ekkert alvarlega en Magnús Arason, grafískur hönnuður, vann þetta lógó á Grafít árið 1995.“Halla segir málið bæði skondið og svo alvarlegt öðrum þræði: Tragíkómískt.Gömlu félagarnir í Grafít rifjuðu það upp að þegar þau ráku augu í þetta fyrir tilviljun, fyrir mörgum árum, þá hafi þeim fyrst og fremst fundið þetta fyndið, þau áttu ekki von á því að þessi hljómsveit yrði eins langlíf og raun bar vitni; en Sólstafir eiga stóran aðdáendahóp, meðal annars utan landsteina. En, Halla segir sérkennilega þá stöðu sem nú er upp komin, þegar menn eru farnir að berjast um hönnun í dómssal sem þeir ekki einu sinni teiknuðu sjálfir; að verja einkarétt á myndmerki og hönnun sem þeir eiga ekki. Að skila inn hönnun einhvers annars, myndmerki, og skrá einkarétt sé auðvitað ekki rétt.Ljósritað og sjúskað í tímans rásHalla, og aðrir sérfræðingar á sviði grafískrar hönnunar sem Vísir hefur borið málið undir, segja ekki fara á milli mála að þarna er um nákvæmlega sama merkið að ræða. Leturgerðin og uppsetningin er alveg sú sama, til dæmis á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, en svo hafi þetta verið ljósritað og sjúskað og grófara í tímans rás. „Þegar þetta var hannað var tölvuvæðingin ekki orðin eins öflug og nú er,“ segir Halla en hana minnir að letrið hafi á sínum tíma verið fengið úr leturgerðarbók. Þó þetta sé ekki mál sem Halla lítur alvarlegum augum, og sé kannski skondið öðrum þræði þá varðar þetta umfangsmikla hagsmuni sem snúa að hönnun og höfundarrétti. Sem vert er að vekja fólk til vitundar um. Tónlist Tengdar fréttir Ætlar í mál við fyrrum félaga í Sólstöfum Þeir í Sólstöfum eru ekki búnir að bíta úr nálinni með að hafa rekið Gumma trymbil sem telur sig verða af verulegum fjármunum vegna brottrekstursins. 6. júlí 2015 10:32 Stærsta ár Sólstafa Sveitin er farin í tónleikaferðalag um Evrópu en trommuleikari sveitarinnar er ekki með. Nýjasta platan fékk mikið lof gagnrýnenda og annasamt ár er í vændum. 5. febrúar 2015 08:00 Meðlimir Sólstafa biðja um tilfinningalegt svigrúm Þungarokkshljómsveitin Sólstafir sendir frá sér yfirlýsingu sem snýr að brottrekstri fyrrum trymbils hljómsveitarinnar. 5. júní 2015 13:22 Trommari Sólstafa greinir frá brotthvarfi sínu í tilfinningaþrunginni yfirlýsingu Var rekinn úr sveitinni í janúar. Bókaði tíma með fjölskylduráðgjafa til að reyna að ná sáttum. 3. júní 2015 13:28 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Guðmundur Óli Pálmason, fyrrum trymbill hljómsveitarinnar Sólstafa, hefur sent frá sér opinbera tilkynningu þar sem hann gerir heyrinkunnugt, fyrir hönd Svalbard Music Grooup ehf., að búið sé að höfða mál á hendur Aðalbirni Tryggvasyni, söngvara Sólstafa, þar sem tekist verður á um helstu eignir hljómsveitarinnar Sólstafa, sem eru vörumerkið og svo öll helstu viðskiptasambönd. Aðalbjörn er sakaður um að hafa „illegally seizing control over and ownership of the company’s main asset, the trademark Sólstafir and the band’s business, and for hollowing the company out from the inside.“ Í tilkynningu Guðmundar kemur fram að málið hafi verið þingfest við héraðsdóm Reykjavíkur 12. þessa mánaðar. Einn hængur er þar á, sem kann að flækja málið sem þó er flókið fyrir, að þarna virðist sem meðal annars sé barist um vörumerki hljómsveitarinnar sem hljómsveitin nappaði sjálf í upphafi síns ferils. Halla Helgadóttir er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar og henni kemur þetta mjög spánskt fyrir sjónir. „Þetta er sama nafn, sama leturgerðin og það fer ekkert á milli mála. Um hvaða eign eru þeir eiginlega að deila,“ segir Halla forviða.Upphaflega lógó listahátíðar Halla hefur verið að ræða þetta sérkennilega mál við fyrrum félaga sína á auglýsingastofunni Grafít, hvar hún var eigandi. Forsaga málsins er sem sagt sú að árið 1995 barst verkefni þar inná borð frá menntamálaráðuneytinu, hvar Hanna Birna Kristjánsdóttir var helsti tengiliður; þá um að hanna útlit á norrænni listahátíð. Ólafur G. Einarsson þá ráðherra opnaði hátíðina 11. febrúar 1995 og stóð hún til 25. mars. Halla segir að Grafít hafi hannað útlit hátíðarinnar, þar með talið lógó eða vörumerki, en hátíðin hlaut nafnið Sólstafir. „Sko, maður tekur þessu nú ekkert alvarlega en Magnús Arason, grafískur hönnuður, vann þetta lógó á Grafít árið 1995.“Halla segir málið bæði skondið og svo alvarlegt öðrum þræði: Tragíkómískt.Gömlu félagarnir í Grafít rifjuðu það upp að þegar þau ráku augu í þetta fyrir tilviljun, fyrir mörgum árum, þá hafi þeim fyrst og fremst fundið þetta fyndið, þau áttu ekki von á því að þessi hljómsveit yrði eins langlíf og raun bar vitni; en Sólstafir eiga stóran aðdáendahóp, meðal annars utan landsteina. En, Halla segir sérkennilega þá stöðu sem nú er upp komin, þegar menn eru farnir að berjast um hönnun í dómssal sem þeir ekki einu sinni teiknuðu sjálfir; að verja einkarétt á myndmerki og hönnun sem þeir eiga ekki. Að skila inn hönnun einhvers annars, myndmerki, og skrá einkarétt sé auðvitað ekki rétt.Ljósritað og sjúskað í tímans rásHalla, og aðrir sérfræðingar á sviði grafískrar hönnunar sem Vísir hefur borið málið undir, segja ekki fara á milli mála að þarna er um nákvæmlega sama merkið að ræða. Leturgerðin og uppsetningin er alveg sú sama, til dæmis á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, en svo hafi þetta verið ljósritað og sjúskað og grófara í tímans rás. „Þegar þetta var hannað var tölvuvæðingin ekki orðin eins öflug og nú er,“ segir Halla en hana minnir að letrið hafi á sínum tíma verið fengið úr leturgerðarbók. Þó þetta sé ekki mál sem Halla lítur alvarlegum augum, og sé kannski skondið öðrum þræði þá varðar þetta umfangsmikla hagsmuni sem snúa að hönnun og höfundarrétti. Sem vert er að vekja fólk til vitundar um.
Tónlist Tengdar fréttir Ætlar í mál við fyrrum félaga í Sólstöfum Þeir í Sólstöfum eru ekki búnir að bíta úr nálinni með að hafa rekið Gumma trymbil sem telur sig verða af verulegum fjármunum vegna brottrekstursins. 6. júlí 2015 10:32 Stærsta ár Sólstafa Sveitin er farin í tónleikaferðalag um Evrópu en trommuleikari sveitarinnar er ekki með. Nýjasta platan fékk mikið lof gagnrýnenda og annasamt ár er í vændum. 5. febrúar 2015 08:00 Meðlimir Sólstafa biðja um tilfinningalegt svigrúm Þungarokkshljómsveitin Sólstafir sendir frá sér yfirlýsingu sem snýr að brottrekstri fyrrum trymbils hljómsveitarinnar. 5. júní 2015 13:22 Trommari Sólstafa greinir frá brotthvarfi sínu í tilfinningaþrunginni yfirlýsingu Var rekinn úr sveitinni í janúar. Bókaði tíma með fjölskylduráðgjafa til að reyna að ná sáttum. 3. júní 2015 13:28 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ætlar í mál við fyrrum félaga í Sólstöfum Þeir í Sólstöfum eru ekki búnir að bíta úr nálinni með að hafa rekið Gumma trymbil sem telur sig verða af verulegum fjármunum vegna brottrekstursins. 6. júlí 2015 10:32
Stærsta ár Sólstafa Sveitin er farin í tónleikaferðalag um Evrópu en trommuleikari sveitarinnar er ekki með. Nýjasta platan fékk mikið lof gagnrýnenda og annasamt ár er í vændum. 5. febrúar 2015 08:00
Meðlimir Sólstafa biðja um tilfinningalegt svigrúm Þungarokkshljómsveitin Sólstafir sendir frá sér yfirlýsingu sem snýr að brottrekstri fyrrum trymbils hljómsveitarinnar. 5. júní 2015 13:22
Trommari Sólstafa greinir frá brotthvarfi sínu í tilfinningaþrunginni yfirlýsingu Var rekinn úr sveitinni í janúar. Bókaði tíma með fjölskylduráðgjafa til að reyna að ná sáttum. 3. júní 2015 13:28