Erlent

Vilja búrkubann í Þýskalandi

Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar
Ekki er víst að búrkubann myndi standast stjórnarskrá.
Ekki er víst að búrkubann myndi standast stjórnarskrá. Nordicphotos/AFP
Hægriflokkurinn CSU, systurflokkur CDU, flokks Merkel Þýskalandskanslara, hefur lagt til að bann við að ganga með búrku verði innleitt í Þýskalandi.

Ilse Aigner, fjármálaráðherra Bæjaralands, segir að löggjöfina ætti að innleiða sem fyrst. Hún segir löggjöfina snúast um að fólk geti séð hvert annað, slíkt skapi meiri samkennd í samfélaginu. Þá séu búrkur ekki í samræmi við hugmyndir Þjóðverja um kynjajafnrétti.

Þá vill hún að ferðamönnum verði einnig óheimilt að ganga með búrkur.

Skýrsla sem gerð var fyrir ríkisstjórn Þýskalands fyrir tveimur árum ályktar svo að búrkubann myndi að öllum líkindum ekki standast þýsku stjórnarskrána. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×