Bíó og sjónvarp

Hvetur Chris Rock til að hætta við að koma fram á Óskarnum

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ef þér finnst þú vera skilinn útundan, allsstaðar, þá situr þú ekki bara á höndunum og kvartar. Þú lagar það.“
„Ef þér finnst þú vera skilinn útundan, allsstaðar, þá situr þú ekki bara á höndunum og kvartar. Þú lagar það.“ Vísir/Getty
Söngvarinn og leikarinn Tyrese Gibson hefur gengið til liðs við þá sem ætla sér að sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina þar sem engir þeldökkir leikarar eru tilnefndir til verðlauna. Annað árið í röð. Gibson segir að kynnir hátíðarinnar, Chris Rock, eigi að hætta við að koma fram.

Hann segir ekki nokkra leið fyrir Chris Rock að segja brandara, ræða málefnið og í senn vera kynnir. „Yfirlýsingin þín á að vera það að hætta við,“ sagði Gibson við People. Myndband af ummælum hans má sjá hér að neðan.

Gibson líkti þessu umdeilda máli við réttindi hinsegin fólks. Ef þau væru sniðgengin af Akademíunni, sem velur verðlaunahafa, og Chris Rock væri samkynhneigður, væri hann þegar búinn að hætta við.

Hann hrósaði Spike Lee og Jada Pinkett Smith, sem hafa þegar sagst ætla að sniðganga verðlaunahátíðina, en sagði að fólk þyrfti að gera meira en að segja sína skoðun.

„Ef þér finnst þú vera skilinn útundan, allsstaðar, þá situr þú ekki bara á höndunum og kvartar. Þú lagar það.“


Tengdar fréttir

„Við erum orðnar vanar því að talað sé niður til okkar“

Íslenska stúlknasveitin Nylon, stofnuð af Einari Bárðarsyni, vakti mikla athygli. Hápunktur ferilsins var þó ævintýri stúlknanna vestanhafs þar sem þær störfuðu undir nafninu The Charlies. Fjórar stelpur skipuðu upphaflegu sveitina en það voru þær Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.