Skoðun

Opið bréf til stjórnar Rithöfundasambands Íslands

Helgi Ingólfsson skrifar
Fyrir skömmu bar ég upp á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins allmargar spurningar varðandi skipun í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda, sem að mestu leyti er eingöngu á færi stjórnar RSÍ að svara. Þar sem stjórn RSÍ virti mig ekki svars, finn ég mig knúinn til að spyrja á nýjum vettvangi:

1. Eru til einhver svör við því hvers vegna Björn Vilhjálmsson, nefndarmaður RSÍ í úthlutunarnefnd í Launasjóði rithöfunda, sat ekki í þrjú ár eins og verklagsreglur gera ráð fyrir, heldur einungis eitt, þ.e. árið 2015? (Má benda á að annar nefndarmaður hóf setu í nefndinni árið 2014 og sat sitt þriðja ár 2016.)

2. Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?

3. Hvernig fór það ferli fram að Birni var skipt út? Hver átti hugmyndina að því og hvers vegna? Stóð stjórn RSÍ að brottvikningunni saman? Einhuga?

4. Hvernig var nýr aðili fundinn? Hvaða aðferðafræði lá til grundvallar? Hver talaði við hann? Allir stjórnarmenn? Hvernig var þeim fundi háttað þar sem ákveðið var að skipta um mann, sem og þeim fundi þar sem valinn var nýr? Var fundurinn/-irnir formlegur? Var ritari að fundinum/-unum? Var skráð fundargerð?

5. Hvers vegna hefur stjórn RSÍ ekki svarað spurningum um þessi efni? Í hvers þágu er þögnin?

Með von um skýr svör.




Skoðun

Sjá meira


×