Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson skrifar 31. janúar 2016 18:52 Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19 „Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34 Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19
„Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34
Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar