Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2016 23:30 Á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Vísir/AFP Stjórnvöld í Austurríki eru á góðri leið með að samþykkja hertar reglur um flóttamenn og er reiknað með að 50 þúsund hælisleitendum sem hafa fengið synjun um hæli, verði vísað úr landi á næstu þremur árum. Austurrískir miðlar greindu í dag frá nýrri áætlun stjórnvalda þar í landi sem felur meðal annars í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. Í frétt DR kemur fram að hælisleitendur sem hafa fengið synjun fái nú 370 evrur, um 52 þúsund krónur, þegar þeir yfirgefa landið, en samkvæmt áætluninni stendur til að hækka upphæðina í 500 evrur, samþykki hælisleitandi að flýta brottför sinni. Greint er frá fyrirhuguðum aðgerðum Austurríkisstjórnar á sama tíma og stjórnvöld víða annars staðar í álfunni hafa hert lög og reglur í þeim tilgangi að draga úr fjölda hælisleitenda. Þannig greindu sænsk stjórnvöld frá því fyrr í vikunni að búist sé við að um 80 þúsund hælisleitendum verði vísað úr landi á næstu árum. Stjórnvöld í Vínarborg greindu frá því fyrr á árinu að markmiðið væri að fækka hælisleitendum í 37 þúsund, en á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Innanríkisráðherrann Johanna Mikl-Leitner bendir á að Austurríki sé nú þegar eitt þeirra landa sem vísi flestum hælisleitendum úr landi. Stjórnin vilji hins vegar hraða málsmeðferð hælisleitenda og snúa við þróuninni. Austurríkisstjórn hyggst jafnframt fjölga á lista yfir þau ríki sem talin eru örugg og er búist við að Marokkó, Alsír, Túnis, Gana, Georgíu og Mongólíu verði bætt á listann innan skamms. Tengdar fréttir Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Stjórnvöld í Austurríki eru á góðri leið með að samþykkja hertar reglur um flóttamenn og er reiknað með að 50 þúsund hælisleitendum sem hafa fengið synjun um hæli, verði vísað úr landi á næstu þremur árum. Austurrískir miðlar greindu í dag frá nýrri áætlun stjórnvalda þar í landi sem felur meðal annars í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. Í frétt DR kemur fram að hælisleitendur sem hafa fengið synjun fái nú 370 evrur, um 52 þúsund krónur, þegar þeir yfirgefa landið, en samkvæmt áætluninni stendur til að hækka upphæðina í 500 evrur, samþykki hælisleitandi að flýta brottför sinni. Greint er frá fyrirhuguðum aðgerðum Austurríkisstjórnar á sama tíma og stjórnvöld víða annars staðar í álfunni hafa hert lög og reglur í þeim tilgangi að draga úr fjölda hælisleitenda. Þannig greindu sænsk stjórnvöld frá því fyrr í vikunni að búist sé við að um 80 þúsund hælisleitendum verði vísað úr landi á næstu árum. Stjórnvöld í Vínarborg greindu frá því fyrr á árinu að markmiðið væri að fækka hælisleitendum í 37 þúsund, en á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Innanríkisráðherrann Johanna Mikl-Leitner bendir á að Austurríki sé nú þegar eitt þeirra landa sem vísi flestum hælisleitendum úr landi. Stjórnin vilji hins vegar hraða málsmeðferð hælisleitenda og snúa við þróuninni. Austurríkisstjórn hyggst jafnframt fjölga á lista yfir þau ríki sem talin eru örugg og er búist við að Marokkó, Alsír, Túnis, Gana, Georgíu og Mongólíu verði bætt á listann innan skamms.
Tengdar fréttir Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50