Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika 30. janúar 2016 13:38 Minnst 4000 börn hafa fæðst með heilaskaða vegna vírusins. Vísir/EPA Óttast er að dauðsföllum vegna ólöglegra fóstureyðinga Suður Ameríku eigi eftir að fjölga gríðarlega í kjölfar útbreiðslu Zika veirunnar og eru yfirvöld á svæðinu hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Yfirvöld í þó nokkrum löndum Suður Ameríku hafa þegar ráðlagt konum að bíða með barneignir á meðan útbreiðslu Zika veirunnar gætir en bent hefur verið á að það bann hrökkvi skammt á svæðum þar sem getnaðarvarnir eru illfáanlegar og þunganir sökum kynferðisofbeldis algengar. Mjög strangar reglur eru gegn fóstureyðingum í Suður Ameríku og er talið að 95% þeirra fari fram við ólöglegar og ómannúðlegar aðstæður. Um 4,4 miljónir fóstureyðinga fara fram í heimsálfunni á ári hverju og þarf um milljón þeirra kvenna að leggjast inn á spítala í kjölfar aðgerðarinnar. Kvenréttindasamtökin Anis í Brasilíu eru meðal þeirra sem kalla eftir breytingum í málaflokknum og fara fram á að stjórnvöld auki aðgengi að getnaðarvörnum til muna auk þess sem fóstureyðingar verði heimilaðar veikist hin verðandi móðir af Zika veirunni. Engin bólusetning eða lækning er enn til við veirunni en vísindamenn eru bjartsýnir á að bóluefni verði mögulega tilbúið fyrir árslok. Almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk en afleiðingarnar eru öllu alvarlegri sýkist barnshafandi konur vegna hættu á að börn þeirra fæðist með heila- og taugasjúkdóm sem nefnist smáheili. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Óttast er að dauðsföllum vegna ólöglegra fóstureyðinga Suður Ameríku eigi eftir að fjölga gríðarlega í kjölfar útbreiðslu Zika veirunnar og eru yfirvöld á svæðinu hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Yfirvöld í þó nokkrum löndum Suður Ameríku hafa þegar ráðlagt konum að bíða með barneignir á meðan útbreiðslu Zika veirunnar gætir en bent hefur verið á að það bann hrökkvi skammt á svæðum þar sem getnaðarvarnir eru illfáanlegar og þunganir sökum kynferðisofbeldis algengar. Mjög strangar reglur eru gegn fóstureyðingum í Suður Ameríku og er talið að 95% þeirra fari fram við ólöglegar og ómannúðlegar aðstæður. Um 4,4 miljónir fóstureyðinga fara fram í heimsálfunni á ári hverju og þarf um milljón þeirra kvenna að leggjast inn á spítala í kjölfar aðgerðarinnar. Kvenréttindasamtökin Anis í Brasilíu eru meðal þeirra sem kalla eftir breytingum í málaflokknum og fara fram á að stjórnvöld auki aðgengi að getnaðarvörnum til muna auk þess sem fóstureyðingar verði heimilaðar veikist hin verðandi móðir af Zika veirunni. Engin bólusetning eða lækning er enn til við veirunni en vísindamenn eru bjartsýnir á að bóluefni verði mögulega tilbúið fyrir árslok. Almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk en afleiðingarnar eru öllu alvarlegri sýkist barnshafandi konur vegna hættu á að börn þeirra fæðist með heila- og taugasjúkdóm sem nefnist smáheili.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52