Ævintýrið er dagsatt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn unnu nauman sigur á Noregi í æsispennandi undanúrslitaleik í Póllandi. Fréttablaðið/AFP Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13
Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37
Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15
Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43