Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 15:03 Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM hótel við Skólavörðustíg. visir/brink Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08