Gefum unga fólkinu líka smá séns Björt Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns?
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar