Lögreglan hefur 26 sinnum haldlagt peninga útlendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira